Um 80% lætur sig dreyma um opið samband

„Eldhúsborðsfjölást“ er þegar tveir einstaklingar, í opnu sambandi, eiga í …
„Eldhúsborðsfjölást“ er þegar tveir einstaklingar, í opnu sambandi, eiga í vinasambandi við elskhuga hvors annars. Það er að t.d. öll hittast og snæða saman kvöldverð. Naassom Azevedo/Unsplash

Um 62% z-kyn­slóðar­inn­ar læt­ur sig dreyma um opið sam­band sam­kvæmt könn­un Feeld x Kins­ey Institu­te og sam­kvæmt sömu könn­un læt­ur 80% alda­móta­kyn­slóðar­inn­ar sig dreyma um hið sama.

Fjölást er ekk­ert ný af nál­inni en hins veg­ar eru hug­tök­in í kring­um hana það. Á vef Cos­mopolit­an er tiplað á nokkr­um hug­tök­um fjölást­ar sem skemmti­legt er að kíkja á:

1. Fjöl­kúla (polycule)

Þegar par er í opnu sam­bandi og á aðra elsk­huga, sem einnig eru fjöl­kær­ir og eru í sam­bandi með enn öðrum. Til dæm­is ef Sigga er að hitta Jón, sem er í sam­bandi með Emmu, og Emma er einnig að hitta Davíð, sem er í sam­bandi með Gunnu, þá er sagt að all­ir þess­ir ein­stak­ling­ar séu í svo­kallaðri „fjöl­kúlu“.

2. Elsk­hugi elsk­huga þíns (Metamour)

Elsk­hugi elsk­huga þíns er þinn metamour, þ.e. ef Sigga er að hitta Jón, sem er að hitta Dísu, þá er Dísa þinn „metamour“.

3. Eld­hús­borðsfjölást

Þegar tveir ein­stak­ling­ar, í opnu sam­bandi, eiga í vina­sam­bandi við elsk­huga hvors ann­ars. Það er að t.d. öll hitt­ast og snæða sam­an kvöld­verð.

4. Garðpar­tífjölást

Svip­ar til eld­hús­borðsfjölást­ar, fyr­ir utan að kunn­ings­skap­ur á milli ein­stak­linga verður ekki að vin­skap.

5. Sam­hliða fjölást

Þessi teg­und af fjölástar­sam­bönd­um er meira hólfa­skipt, þar sem all­ir ein­stak­ling­ar sem eiga í hlut vita hver af öðrum, en hitt­ast þó aldrei.

Cos­mopolit­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda