Nánd er heitt orð í sambandsfræðum í dag. Allir þrá nánd í heimi snjalltækja og samfélagsmiðla. Hér eru nokkrar spurningar sem opna á dýpri nánd í sambandinu frá vefritinu The Stylist en það voru samabandssérfræðingar sem tóku saman spurningarnar.
„Ástin verður til í hversdagsleikanum. Þessi spurning vekur upp hugleiðingar um hvað það er í hversdeginum sem makinn kann einna best að meta. Þetta gætu verið augnablik sem almennt fara framhjá manni. Þetta getur leitt í ljós hvað skiptir maka þinn máli og þið fundið leiðir til þess að njóta betri gæðastunda saman.“
„Grín og gamansemi getur leikið stórt hlutverk í samskiptum þínum við makann. Þetta er spurning sem kannar á áhugaverðan hátt hvernig makinn sér samband ykkar þróast. Hvað væri óvænt? Hvað hefur breyst í áranna rás? Hverju áttu þau aldrei von á? Búðu þig undir að fá svör sem þú áttir ekki von á og eru ólík þínum pælingum. Það er kryddið í tilveruna.“
„Við sýnum oft umhyggju án þess að átta okkur á því. Þessi spurning opnar á það samtal.“
„Þessi spurning fær ykkur til þess að velta fyrir ykkur vaxtatækifærum í sambandinu. Hvort um sé að ræða andleg eða raunveruleg ævintýri sem veita ykkur áskoranir og spennu í lífið.“
„Raunveruleg nánd snýst um að vera fullkomlega maður sjálfur. Með þessari spurningu ertu að opna á berskjöldun, hreinskilni og hugrekki til að vera einlægur og afhjúpa það sem mætti bæla niðri.“