Öðruvísi spurningar sem skapa meiri nánd

Það er aldrei of seint að taka ákvörðunina að elska. …
Það er aldrei of seint að taka ákvörðunina að elska. Heilbrigt samband gerir lífið betra. mbl.isl/Colourbox

Nánd er heitt orð í sam­bands­fræðum í dag. All­ir þrá nánd í heimi snjall­tækja og sam­fé­lags­miðla. Hér eru nokkr­ar spurn­ing­ar sem opna á dýpri nánd í sam­band­inu frá vef­rit­inu The Styl­ist en það voru sama­bands­sér­fræðing­ar sem tóku sam­an spurn­ing­arn­ar.

1. Ef þú gæt­ir upp­lifað aft­ur einn hvers­dags­leg­an dag með mér, hvaða dag og af­hverju?

„Ástin verður til í hvers­dags­leik­an­um. Þessi spurn­ing vek­ur upp hug­leiðing­ar um hvað það er í hvers­deg­in­um sem mak­inn kann einna best að meta. Þetta gætu verið augna­blik sem al­mennt fara fram­hjá manni. Þetta get­ur leitt í ljós hvað skipt­ir maka þinn máli og þið fundið leiðir til þess að njóta betri gæðastunda sam­an.“

2. Ef sam­bandið væri kvik­mynd, hvert væri „tvistið“ í söguþræðinum?

„Grín og gam­an­semi get­ur leikið stórt hlut­verk í sam­skipt­um þínum við mak­ann. Þetta er spurn­ing sem kann­ar á áhuga­verðan hátt hvernig mak­inn sér sam­band ykk­ar þró­ast. Hvað væri óvænt? Hvað hef­ur breyst í ár­anna rás? Hverju áttu þau aldrei von á? Búðu þig und­ir að fá svör sem þú átt­ir ekki von á og eru ólík þínum pæl­ing­um. Það er kryddið í til­ver­una.“

3. Hvað er það sem ég geri ómeðvitað sem læt­ur þér líða elskuðum?

„Við sýn­um oft um­hyggju án þess að átta okk­ur á því. Þessi spurn­ing opn­ar á það sam­tal.“

4. Hvaða áhætt­ur ætt­um við að taka?

„Þessi spurn­ing fær ykk­ur til þess að velta fyr­ir ykk­ur vaxta­tæki­fær­um í sam­band­inu. Hvort um sé að ræða and­leg eða raun­veru­leg æv­in­týri sem veita ykk­ur áskor­an­ir og spennu í lífið.“

5. Hef­urðu haldið aft­ur af þér í sam­band­inu?

„Raun­veru­leg nánd snýst um að vera full­kom­lega maður sjálf­ur. Með þess­ari spurn­ingu ertu að opna á ber­skjöld­un, hrein­skilni og hug­rekki til að vera ein­læg­ur og af­hjúpa það sem mætti bæla niðri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda