Pattra og Theodór Elmar ástfangin í 16 ár

Yfir sig ástfangin!
Yfir sig ástfangin! Samsett mynd

Áhrifavaldurinn og markaðsstjóri Sjáðu, Pattra Sriyanonge, og eiginmaður hennar, Theodór Elmar Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og aðstoðarþjálfari karlaliðs KR, fundu hvort annað fyrir 16 árum síðan.

Í tilefni þess deildi Pattra fallegri myndaseríu á Instagram-síðu sinni í gærdag og rifjaði upp ástarsögu þeirra.

„16 ára kærustupar,“ skrifaði hún við færsluna.

Pattra og Theodór Elmar gengu í hjónaband þann 20. desember 2012, þremur árum eftir að þau kynntust í Noregi. Hjónin eiga tvö börn, soninn Atlas Aron sem er átta ára og dótturina Auroru Theu sem fagnaði þriggja ára afmæli sínu í febrúar.

Smartland óskar parinu innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda