„Langstærstur hluti para á í erfiðleikum með kynlíf“

Stærstur hluti þeirra para sem leita ráðgjafar hjá Theodór Francis …
Stærstur hluti þeirra para sem leita ráðgjafar hjá Theodór Francis Birgissyni á í vandamálum með kynlíf, sem stafar af samskiptaleysi, líkt og hann segir frá. Ljósmynd/Aðsend

„Af­teng­ing manns­ins hef­ur aldrei verið jafn mik­il eins og nú, þegar maður­inn hef­ur aldrei haft jafn mik­il tæki­færi til að tengj­ast á þann hátt sem dýra­teg­und­in Homo Sapiens hef­ur líf­fræðilega þörf fyr­ir,“ seg­ir Theo­dór Franc­is Birg­is­son, klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi hjá Lausn­inni, fjöl­skyldu- og áfallamiðstöð. 

Theo­dór hef­ur starfað nán­ast ein­göngu við par­aráðgjöf síðustu fimmtán árin. Hann seg­ir að al­geng­asta vanda­málið í sam­bönd­um, sem kem­ur inn á borð til hans, sé sam­skipta­leysi. 

Sem ráðgjafi getur Theodór ekki sagt fólki að fara í …
Sem ráðgjafi get­ur Theo­dór ekki sagt fólki að fara í sund­ur en hann hef­ur fundið sig knú­inn til að segja: „Ég sem þerap­isti ég sé ekki for­send­urn­ar fyr­ir því að þið getið látið þetta ganga.“ Jon­ath­an Borba/​Unsplash

600 ein­stak­ling­ar í mánuði

Til Lausn­ar­inn­ar leita um 600 ein­stak­ling­ar á mánuði, að sögn Theo­dórs, og það er ein­fald­lega því „fólk er ekki að tala sam­an“.

„Lang­stærst­ur hluti para á í erfiðleik­um með kyn­líf og það snýst alltaf um það að við get­um ekki talað um kyn­lífið, um hvað okk­ur lang­ar eða lang­ar ekki og við nálg­umst ekki hvort annað eins og við þyrft­um.“

Theo­dór seg­ir þarf­irn­ar í sam­bönd­um óupp­fyllt­ar vegna sam­skipta­leys­is. 

„Það að ég komi berrassaður úr sturtu þýðir ekki endi­lega að mín heitt­elskaða verði spól­gröð af að sjá mig þótt hún elski mig mjög mikið. En stund­um læt­ur fólk eins og það sé stór­tjón að hinn aðil­inn stökkvi ekki til af litlu til­efni.“

Í venjulegum mánuði hjá Lausninni leita þangað um 500 pör …
Í venju­leg­um mánuði hjá Lausn­inni leita þangað um 500 pör vegna vanda­mála í sam­band­inu. Al­exas_­Fotos/​Unsplash

Sam­skipta­leysið leiðir ekki ein­göngu af sér ágrein­ing í kyn­lífi held­ur er einnig al­gengt að ágrein­ing­ur um fjár­mál og verka­skipt­ingu heima fyr­ir sé deilu­efni.

Spurður um af hverju sam­skipta­leysið stafi og hvort það hafi auk­ist vegna sam­fé­lags­miðla svar­ar Theo­dór að það hafi ekki auk­ist en stafi af öðrum þátt­um en áður. „Eitt af því sem veld­ur mikl­um vanda­mál­um er að parið af­teng­ist hvort öðru, vegna áreit­is í vinnu, barna, fjár­mála og vegna alls kon­ar mála.“

Vanda­mál sem ein­falt er að leysa en ekk­ert endi­lega auðvelt, að sögn Theo­dórs.

„Það er al­mennt viður­kennt að mann­skepn­an hef­ur aldrei verið eins lítið tengd öðrum ein­stak­ling­um eins og núna. Það er miklu meiri af­teng­ing í sam­fé­lag­inu í dag en nokkru sinni áður,“ út­skýr­ir Theo­dór og bæt­ir við að veru­lega skorti á mik­il­væga þætti eins og sam­skipti, nánd og jafn­vel vináttu.

„Aftenging mannsins hefur aldrei verið jafn mikil eins og nú, …
„Af­teng­ing manns­ins hef­ur aldrei verið jafn mik­il eins og nú, þegar maður­inn hef­ur aldrei haft jafn mik­il tæki­færi til að tengj­ast.“ Priscilla Du Preez CA/​Unsplash

Hlut­fall sam­bands­slita og hjóna­skilnaða 

„Við fylgj­um nán­ast mód­eli vest­rænna sam­fé­laga þegar kem­ur að hjóna­skilnuðum. Við vit­um ekki ná­kvæm­lega hver skilnaðartíðni er vegna þess að hátt hlut­fall para er ekki skráð. Hins veg­ar vit­um við að skilnaðir í skráðum sam­bönd­um sé um 36% á ári,“ seg­ir Theo­dór þegar hann er spurður um skilnaðartíðni hér­lend­is. 

Hann árétt­ar að hægt sé að bæta 14% óskráðra para við heild­ar­skilnaðartíðni og þar með fer hlut­fallið upp í 50%.

„Svo þú sérð að eitt af hverju tveim­ur pör­um skil­ur. Hinn helm­ing­ur­inn held­ur áfram og þar má áætla að u.þ.b helm­ing­ur­inn séu óham­ingju­söm sam­bönd.“

Fjórir þættir eru líklegri en aðrir til að setja sambönd …
Fjór­ir þætt­ir eru lík­legri en aðrir til að setja sam­bönd á hliðina, eins og gagn­rýni og van­v­irðing, sem er það hættu­leg­asta. Ca­leb Ekeroth/​Unsplash

Spurður seg­ist Theo­dór al­veg hafa hitt pör sem hefðu aldrei átt að vera sam­an. 

„Þetta eru ekki vís­indi held­ur reynsla. Ég starfaði áður sem prest­ur svo ég hef góða reynslu af að vinna með fólki. Ég get sagt að um 5-10% para séu mis­tök.“

Sem ráðgjafi get­ur hann ekki sagt fólki að fara í sund­ur en hann hef­ur fundið sig knú­inn til að segja: „Ég sem þerap­isti ég sé ekki for­send­urn­ar fyr­ir því að þið getið látið þetta ganga.“ 

En sá hluti para er ansi lít­ill af heild­ar­mynd­inni. Til hans leita pör sem virki­lega vilja laga sam­bandið og mæl­ir Theo­dór ár­ang­ur­inn af ráðgjöf­inni í formi tíma. Það er að þau pör sem ná ár­angri koma í lengri tíma og flest pör eru hjá hon­um tvö til þrjú ár. 

„En mark­miðið mitt sem þerap­isti er auðvitað að verða óþarf­ur á ein­hverj­um tíma­punkti fyr­ir þessi pör.“

Það er hægt að leysa málin með því að tala …
Það er hægt að leysa mál­in með því að tala sam­an. kra­keni­ma­ges/​Unsplash

Gottman-fræðin

Aft­ur að þeim 25% para sem eru ham­ingju­söm þá segja Gottman-fræðin að til að kom­ast í þann hóp þá þurfi vita hvað þessi 25% gera öðru­vísi en hin 75%, sem skilja eða eru óham­ingju­söm, að sögn Theo­dórs.

„Gottman er í para­vinnu eins og Messi er í fót­bolta.“

Dr. John og Dr. Ju­lia Gottman eru hjón á átt­ræðis­aldri. Þau hafa í rúm 40 ár rann­sakað með aka­demísk­um aðferðum hvað þurfi til að pör lifi af.

„Þetta snýst um sjö lyk­il­atriði sem pör þurfa að gera til að lifa það áreiti sem hvert ein­asta par lend­ir í.“

Theo­dór bæt­ir við að fjór­ir þætt­ir séu lík­legri en aðrir til að setja sam­bönd á hliðina, eins og gagn­rýni og van­v­irðing, sem er það hættu­leg­asta, þ.e. að svara með hæðni, gera lítið úr maka sín­um eða hæðast að hon­um.

„Nán­ast all­ir lenda þarna á ein­hverj­um tíma­punkti.“

Theodór segir nánast alla lenda á þeim stað að sýna …
Theo­dór seg­ir nán­ast alla lenda á þeim stað að sýna mak­an­um óvirðingu eða að vera sýnd óvirðing af maka, á ein­hverj­um tíma­punkti. Ha Nguyen/​Unsplash

Dag­ana 1. - 5. maí verður haldið nám­skeið hér­lend­is á veg­um Lausn­ar­inn­ar um þess­ar sjö aðferðir í sam­skipt­um sem virka. Fyr­ir­les­ar­inn kem­ur frá Banda­ríkj­un­um og hef­ur yfir 50.000 klukku­stund­ir að baki í meðferðar­vinnu.

Að sögn Theo­dórs hafa fræðin verið til hér heima og marg­ir ráðgjaf­ar hér­lend­is sem vinna eft­ir þeim. Hins veg­ar séu fjór­tán ár síðan Gottman-fræðin voru kennd á Íslandi.

„Okk­ur tókst að fá þenn­an þaul­reynda kenn­ara, sem er viður­kennd­ur Gottman-kenn­ari og hand­leiðari, hingað til lands og all­ir sem vinna með fjöl­skyld­um, starfa í sálusorg, prest­ar og fólk sem vinn­ur með fólki, hefðu mjög gott af að læra þessi fræði.“

Theo­dór seg­ist myndu vera að ljúga ef hann segði Gottman-fræðin það eina sem virk­ar, því marg­ar aðferðir séu til. Mann­skepn­an sé aðeins fram­leidd með ákveðnum hætti. „Og þarna eru ein­stak­ling­ar bún­ir að finna ótrú­lega góða aðferð til að láta sam­skipti virka.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda