Fengu sér eins húðflúr í tilefni af fyrsta brúðkaupsafmælinu

Hjónin!
Hjónin! Skjáskot/Facebook

Tón­list­armaður­inn Páll Óskar Hjálm­týs­son og eig­inmaður hans, Ed­g­ar Ant­onio Lucena Anga­rita, inn­sigluðu ást sína með eins húðflúr­um í til­efni af eins árs brúðkaup­saf­mæli sínu.

Húðflúrið er rúna­tákn, sam­sett úr upp­hafs­stöf­um þeirra, og staðsett á baug­fingri.

Páll Óskar deildi skemmti­legu mynd­skeiði af þeim á húðflúr­stof­unni á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag.

„Eins árs brúðkaup­saf­mæli (27. mars) og við Ant­onio feng­um okk­ur tattoo í til­efni dags­ins. Ég hef aldrei fengið mér tattoo og emjaði eins og stung­inn grín við barns­b­urð. Takk @brynj­ar­btattoo og takk Ant­onio fyr­ir að vera besti eig­inmaður í heimi,“ skrifaði Páll Óskar við mynd­skeiðið.

Páll Óskar og Ed­g­ar Ant­onio gengu í hjóna­band þann 27. mars í fyrra og greindu frá gleðitíðind­un­um á Face­book.

„Besti dag­ur lífs okk­ar, full­ur af ást og skil­yrðis­laus­um kær­leika.

All­ir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona ham­ingju­sam­an í líf­inu. Ég ætla að vera besti eig­inmaður í heimi, og ákkurat þegar þú held­ur að ég geti ekki orðið betri fyr­ir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Páll Óskar (@pal­losk­ar)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda