12 ógeðslegir hlutir sem maður gerir með makanum

Sumir elska að kreista bólur makans eða fjarlægja inngróin hár …
Sumir elska að kreista bólur makans eða fjarlægja inngróin hár af prívat stöðum. mbl.is/ThinkstockPhotos

Tíma­ritið The Styl­ist fór á stúf­ana og kannaði hvaða ógeðslegu ávan­ar fólk í para­sam­bönd­um ger­ir með hvort öðru. 

  1. „Mak­inn minn þurfti einu sinni að leita að túr­tappa sem hafði festst inni í mér eft­ir að bandið slitnaði af.“
  2. „Ég tek þurra húð af vör­un­um hans á morgn­ana. Ég þoli ekki að horfa á flagnaða húð.“
  3. „Ég leyfi kær­ast­an­um alltaf að finna lykt­ina af prump­inu mínu og giska hvað ég borðaði yfir dag­inn. Þetta varð að skemmti­leg­um leik á milli okk­ar. Við erum hætt sam­an núna en þetta er það eina sem ég sakna úr sam­band­inu okk­ar.“
  4. „Ég þríf kló­sett­in á heim­il­inu okk­ar og ég hef því séð kúka­leyf­ar hans oft­ar en ég kæri mig um. Ég lít á þetta sem merki um gott sam­band. Ég elska hann enn þrátt fyr­ir að hafa séð kúk­inn hans. Hjá sum­um myndi slokkna á ást­inni en ég tel að ást­in hafi dýpkað.“
  5. „Kærast­inn minn sæk­ir ló úr nafla sín­um og rétt­ir mér. Þetta er orðin hefð.“
  6. „Ég og fyrr­ver­andi kærast­inn minn deild­um alltaf tann­bursta. Ég skil ekki af­hverju fólki finnst það skrítið. Maður er alltaf í sleik þannig að af­hverju ekki að nota sama tann­bursta. Sýkl­arn­ir eru hvort eð er alltaf þarna á flakki á milli okk­ar.“
  7. „Mak­inn minn hef­ur fjar­lægt inn­gró­in hár af píku­svæðinu með plokk­ara.“
  8. „Ég kúka oft á meðan hann er í sturtu. Hann hef­ur séð mig fæða börn. Það er allt leyfi­legt eft­ir það.“
  9. „Ég kreisti oft ból­urn­ar hans og þá sér­stak­lega ból­urn­ar á rass­in­um. Draum­ur­inn er að finna ein­hvern tím­ann inn­gróið hár á rass­in­um sem er orðið að stóru kýli sem ég get meðhöndlað.“
  10. „Ég elska svita­lykt­ina hans. Stund­um gref ég mig í handakrik­ann hans.“
  11. „Ég bora í nefið hans.“
  12. „Við deil­um rakvél. Veit ekki hvort það sé slæmt en ég segi yf­ir­leitt eng­um frá því af ein­hverj­um sök­um.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda