Er sambandið þitt í hættu?

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

Linda Bald­vins­dótt­ir markþjálfi hjá Mann­gildi skrif­ar um ástar­sam­bönd í sín­um nýj­asta pistli. Hún velt­ir fyr­ir sér hvort það sé í lagi að hjón djammi mikið í hvoru lagi fyr­ir sig og hvort sam­bandið sé í hættu ef slíkt ger­ist ít­rekað. 


Nú orðið finnst mér það hafa auk­ist mikið að pör fari út að skemmta sér í hvoru lagi fyr­ir sig og meira að segja ferðist sjald­an sam­an, held­ur geri þetta allt sam­an með vin­um og vin­kon­um og ég spyr mig hvers vegna hef­ur þetta breyt­ast svona? Hver er ástæðan?

Er verið að leita eft­ir sak­lausu frelsi eða er ástæðan sú að það er verið að skapa ómeðvitaða fjar­lægð hvort frá öðru eða kannski tékka á því hvort eitt­hvað bita­stæðara sé þarna úti?

„Ég ætla bara að fara út með stelp­un­um um helg­ina“ eða „ég ætla að fara á stráka­kvöld“ og það er ekk­ert mál eða?

Í fyrstu hljóm­ar þetta allt svo eðli­lega og auðvitað eig­um við að geta haft okk­ar eigið líf og notið þess að gera hluti með vin­um okk­ar – líka þegar við erum í sam­bandi. Fót­bolta­ferðir, golf­ferðir, stelpu­ferðir allt er þetta í fínu lagi og eins að hitt­ast í „happy hour“ eða sauma­klúbbn­um, bóka­klúbbn­um eða hvað sem er svo sem.

En um djammið gild­ir svo­lítið annað lög­mál og það eru ákveðnar hætt­ur sem við þurf­um að sjá skýrt hvað það varðar sér­stak­lega ef við vilj­um skapa djúpt og traust sam­band sem end­ist. Því að okk­ar dá­sam­lega mann­lega eðli og ósýni­legu veiðitil­b­urðirn­ir eru til staðar hvað sem við höld­um ann­ars fram um það.

Það er hluti af mann­legu eðli að leita eft­ir teng­ingu, samþykki, kyn­ferðis­legri spennu og viður­kenn­ingu jafn­vel þó við séum í föstu sam­bandi.

Við sjá­um það í augna­sam­bandi sem og lík­ams­stöðu sem við not­um, eins hvernig við klæðum okk­ur og hvað við segj­um (og segj­um ekki) í fé­lags­leg­um aðstæðum. Þegar við för­um út á ró­legu kvöldi með vin­um þá er alls ekki óal­gengt að ein­hver í hópn­um sé að leita eft­ir spennu og því að fá áhuga frá hinu kyn­inu hvort sem það er meðvitað eða ekki.

Þegar við erum ein án mak­ans þá opn­ast smá gluggi sem hægt er að nota til að daðra og kannski gera eitt­hvað meira sem var kannski alls ekki ætl­un­in í byrj­un kvölds­ins. Það ger­ist ekk­ert endi­lega vegna þess að við séum óheiðarleg eða til­bú­in til að svíkja maka okk­ar held­ur vegna þess að við erum mann­leg.

Þegar ást­in er fersk þá er það nú yf­ir­leitt þannig að við vilj­um bara vera sam­an í flestu sem við ger­um. Og flest okk­ar þegar við erum í nýju ástar­sam­bandi eða þegar teng­ing­in er sterk vilj­um vera með mak­an­um helst öll­um stund­um og skapa minn­ing­ar með hon­um. Við vilj­um hlæja sam­an, dansa sam­an, ferðast sam­an og prófa alls kon­ar hluti sam­an og skapa þannig minn­ing­ar sem bara við eig­um sam­an.

En ef það fer að verða normið að gera nán­ast allt í hvoru lagi fyr­ir sig hvað seg­ir það þá um teng­ing­una og vilj­ann til að byggja upp gott sam­band?

Er það raun­veru­legt frelsi sem við erum að leita eft­ir þegar við hitt­um vin­ina eða erum við að halda hvoru öðru í fjar­lægð til að leita að nýj­um fiski­miðum?

Það sem við gleym­um stund­um er að sam­bandið okk­ar er val okk­ar á hverj­um degi og er alls ekki sjálfsagt að það sé til staðar til lengd­ar ef það er í síðustu sæt­um okk­ar og ef við snú­um okk­ur ít­rekað frá því í stað þess að nálg­ast það meira og meira þá óhjá­kvæmi­lega slokkn­ar neist­inn hægt og ró­lega.

Við verðum mót­tæki­leg fyr­ir áhrif­um frá spenn­andi ein­stak­ling­um líka þegar við ætl­um okk­ur það ekki ef við erum ekki í ein­hverj­um af fyrstu sæt­um mak­ans.

Fal­legt augna­til­lit eða hrós frá ókunn­ug­um get­ur hrært í okk­ur, sér­stak­lega ef við erum ekki að fá næga teng­ingu, nánd eða viður­kenn­ingu heima fyr­ir. Við verðum ekki ónæm fyr­ir veiðitil­b­urðum annarra bara af því að við erum í sam­bandi.

Svo ég spyr, ertu að hætta sam­band­inu þínu og er það orðið nán­ast aðeins á góðum vin­anót­um? Eruð þið að fjar­lægj­ast hægt og ró­lega og er spenn­an far­in? Deit­in nán­ast horf­in? Eruð þið hætt að senda eitt­hvað fal­legt til hvers ann­ars? Hvað með gjaf­ir?

Ég hef því miður of oft séð ann­ars ágæt sam­bönd fara í vaskinn vegna þess að traustið er brotið á djamm­inu og endað er uppi í rúmi með ein­hverj­um sem alls ekki var ætl­un­in að enda með í byrj­un kvölds­ins, og ég veit að til dæm­is jólag­lögg í fyr­ir­tækj­um lands­ins var góður vett­vang­ur fyr­ir það að fá at­hygl­ina sem okk­ur skorti heima og að end­ingu sáu fyr­ir­tæk­in sig knú­in til að hætta með þessi jóla­boð því að hætta var á því að skilnaður yrði fyr­ir hátíðirn­ar vegna hegðunar fólks í maka­lausu glögg­inu.

Ástin þarf bæði rými og nær­ingu. Hún þolir al­veg að fólk geri hluti í hvoru lagi fyr­ir sig annað slagið ef teng­ing­in er sterk, sam­bandið traust og ræktað dags dag­lega en þegar það er orðið þannig að flest er gert með vin­un­um en ekki mak­an­um þá er eitt­hvað þar sem þarf að skoðast vel.

En ef við lát­um frels­isþrána verða að undan­komu frá nánd, trausti og sam­skipt­um – þá erum við ekki að byggja upp sam­band sem byggt er á kletti (trausti) held­ur erum við að byggja það á sandi og fyrsta ald­an sem á því sam­bands­húsi brotn­ar mun verða til þess að sam­bandið end­ar á ein­hvern hátt sem ekki endi­lega var ætl­un­in að gerðist að djamm­inu loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda