Ert þú strengjabrúða narsissistans?

„Narsissistinn getur komið með eitraðar athugasemdir, sýnt þér viljandi minni …
„Narsissistinn getur komið með eitraðar athugasemdir, sýnt þér viljandi minni áhuga og gert lítið úr þér í hvaða aðstæðum sem er.“ Samsett mynd/Árni Sæberg/Shane Devlin

Nú ætla ég að segja frá sturlaðri staðreynd og bið þig, les­andi góður, að gefa ímynd­un­ar­afl­inu laus­an taum­inn og setja sjálf­an þig í aðstæðurn­ar.

Flott er, byrj­um þetta.

Ímyndaðu þér að þú hitt­ir mann­eskju á stefnu­móti sem heill­ar þig upp úr skón­um frá fyrstu mín­útu. Mann­eskj­an er bæði klár og vel menntuð, er í topp­starfi – jafn­vel með svo mikla ábyrgð í starfi að manns­líf gætu verið í húfi – aðlaðandi, æðis­lega vel til fara (alltaf) og skemmti­leg á þeim stund­um sem gam­an er.

En, voilà, viðkom­andi er nars­iss­isti.

Og hvernig í ósköp­un­um áttu að vita það? Ef­laust eru rauð flögg, sem und­ir­rituð vill reynd­ar trúa að séu alltaf til staðar frá upp­hafi en það er bara mis­mun­andi hvort hlustað sé á inn­sæið.

Þótt kerfið innra með þér fari í baklás leyf­irðu spenn­unni, hrifn­ing­unni og jafn­vel gredd­unni að ráða för.

Narsissistar hafa yfirleitt mikla persónutöfra og eiga tiltölulega auðvelt með …
Nars­iss­ist­ar hafa yf­ir­leitt mikla per­sónutöfra og eiga til­tölu­lega auðvelt með að stjórna fólki. Kenny Eli­a­son/​Unsplash

Fá­tækt egó og fóðrun

Nars­iss­ist­inn get­ur al­veg verið hrif­inn af þér en það sem er ofar í huga hans er hvernig þú fóðrar egóið hans. Vegna þess að und­ir glans­mynd­inni er viðkom­andi bölvaður aum­ingi – af­sakið orðbragðið – og sjálfs­traustið ekki upp á marga fiska, jafn­vel verra en þitt eigið, svona til að byrja með.

Og viðkom­andi byrj­ar að skjalla þig (e. love bomb­ing) svo engu sé lík­ara en þú flögr­ir upp úr skón­um. Nars­iss­ist­inn er „góður“ og sýn­ir þér „áhuga“ en áhugi hans ligg­ur fyrst og fremst í eig­in hags­mun­um og einnig vegna þess að þú hef­ur eitt­hvað eða býrð yfir ein­hverju sem hann ásæl­ist.

Þú fell­ur fyr­ir belli­brögðunum og þið farið að vera sam­an.

„Þótt kerfið innra með þér fari í baklás leyfirðu spennunni, …
„Þótt kerfið innra með þér fari í baklás leyf­irðu spenn­unni, hrifn­ing­unni og jafn­vel gredd­unni að ráða för.“ Yohann LI­BOT/​Unsplash

Með tím­an­um fer nars­iss­ist­inn að verða smá vond­ur, kannski ekk­ert svo mjög í fyrstu, en trúðu mér, leiðin niður á við er hröð. Hann get­ur komið með eitraðar at­huga­semd­ir, sýnt þér vilj­andi minni áhuga og gert lítið úr þér í hvaða aðstæðum sem er (e. devalue).

Það sem rugl­ar þig er „love bomb­ing“-tíma­bilið, sem þú horf­ir alltaf til og von­ast til að sé skammt und­an. En sá tími er liðinn og hegðun nars­iss­ist­ans í þinn garð versn­ar bara og versn­ar.

Allt snýst þetta um niður­brot og stjórn­un, hann ætl­ar sér að eyðileggja þig.

Það hljóm­ar fá­rán­lega en þetta er hand­rit hringiðunn­ar sem hann fer eft­ir; „love bomb­ing“ er fyrsta stig, „devalue“ er stig tvö og þá er komið að stigi þrjú.

Náið samband með narsissista snýst fyrst og fremst um stjórnun.
Náið sam­band með nars­iss­ista snýst fyrst og fremst um stjórn­un. Francisco Barraza/​Unsplash

Ringul­reiðin nær stjórn á hugs­un­un­um

Eft­ir lengra eða skemmra tíma­bil niður­læg­ing­ar og leiðinda hend­ir hann þér bók­staf­lega út í hafsauga (e. discard). Kannski með því að til­kynna þér að hann hafi ekki áhuga leng­ur eða að smám sam­an slít­ur hann sam­skipt­in án þess að gefa þér neina „ástæðu“.

En ástæðan er þarna – ef­laust fann hann bara nýj­an „fóðrara“, því nars­iss­ist­inn er í stöðugum leik og um leið og hann fær leið á einni mann­eskju þá þarf önn­ur að vera til taks til að fóðra egóið hans og lík­lega er sú mann­eskja þegar kom­in í líf hans áður en hann hend­ir þér í burtu.

Þú, les­andi góður, ert skil­inn eft­ir í al­gjöru til­finn­ingarugli og hug­ur­inn fer marga hringi í leit að þess­ari ástæðu, jafn­vel geng­urðu svo langt að kenna þér um hvernig fór – svo lengi sem nars­iss­ist­inn sé ekki þegar bú­inn að því.

Narsissistinn nær tökum á þér, tærir þig að innan svo …
Nars­iss­ist­inn nær tök­um á þér, tær­ir þig að inn­an svo þú verður eins og strengja­brúða. Rök­hugs­un, sjálf­stæð hugs­un, áhuga­mál og fjöl­skylda geld­ur allt fyr­ir stjórn­sem­ina. Shane Devl­in/​Unsplash

Tær­ir þig upp á end­an­um

Taktu nú eft­ir, ekki láta ryk­suga þig upp!

Þú féllst fyr­ir fyrsta hringn­um hans, ekki gera það aft­ur. Því á stigi fjög­ur vill nars­iss­ist­inn ná stjórn á þér aft­ur og reyn­ir að sjúga þig inn í hringiðuna á ný (e. hoo­ver­ing), eft­ir ná­kvæmu hand­riti sínu.

Hann byrj­ar á að setja sig aft­ur í sam­band við þig, sem síðan áger­ist þar til hann fer að ausa yfir þig lofs­yrðum líkt og í upp­hafi. Kannski tek­ur hann leik­ritið lengra og fær þig til að vor­kenna sér, því þú varst ekki alltaf betri aðil­inn í sam­band­inu.

Það er enginn sem segir „stopp“ nema þú.
Það er eng­inn sem seg­ir „stopp“ nema þú. Nadine E/​Unsplash

Fall­irðu fyr­ir því þá ertu kom­inn í gildruna enn aft­ur, sem strengja­brúðan hans, og hann leik­ur með þig þar til streng­irn­ir slitna, ef þeir gera það nokk­urn tím­ann.

Þú týn­ist í hringiðunni sem sog­ar þig sí­fellt neðar í hyl­dýpið svo engu er lík­ara en þú sért að drukkna. Það verður svo erfitt að berj­ast á móti hörðum straumn­um og kom­ast upp aft­ur.

En það er al­veg hægt að losna út úr þessu – ég ætla ekk­ert að tí­unda það í þess­um pistli – en þegar það ger­ist þá lít­urðu niður í iðuna og hugs­ar von­andi: þangað ætla ég aldrei aft­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda