Hvernig á að lifa af skilnað við narsissista

Narsar eru erfiðir að kljást við.
Narsar eru erfiðir að kljást við. mbl.is/Colourbox

Það hef­ur orðið mik­il vit­und­ar­vakn­ing upp á síðkastið um nars­iss­isma, svo mjög að við eig­um það til að kalla aðra hverja mann­eskju nars­iss­ista. Þá er átt við að mann­eskj­an sem um ræðir er sjálf­hverf og hef­ur litla sam­kennd með öðrum. 

Þeir sem hins veg­ar upp­fylla grein­ing­ar­viðmið um rösk­un­ina geta gert líf sam­ferðamanna sinna að lif­andi hel­víti. Í um­fjöll­un vef­rits­ins The Styl­ist er sjón­um beint að því hversu erfitt það get­ur verið að skilja við nars­iss­ista.  

„Skilnaður get­ur orðið til þess að ýms­ar slæm­ar hegðanir komi upp á yf­ir­borðið. Nars­iss­ist­ar eru mjög stíf­ir og veita mót­spyrnu þegar breyt­ing­ar eru í nánd. Í starfi mínu sem sál­fræðing­ur sé ég mikla aukn­ingu á að fólk leiti til mín þegar þeir eru að skilja við nars­iss­ista og er það að miklu leyti vegna þeirr­ar vit­und­ar­vakn­ing­ar sem hef­ur átt sér stað í sam­fé­lag­inu. Fólk vill koma sér út úr slæm­um sam­bönd­um en það er síður en svo ein­falt verk­efni,“ seg­ir Kat­hleen Saxt­on sál­fræðing­ur.

Vilja halda stjórn

„Venju­lega ganga skilnaðir út frá því að ganga frá laus­um end­um og að finna fyr­ir lok sam­bands. Nars­iss­ist­ar hafa hins veg­ar það fyr­ir aug­un­um að vinna. Þeir líta á skilnað sem árás á egóið þeirra og þeir bregðast við með ofsareiði, hefnd og ít­rekaðar til­raun­ir til þess að ná aft­ur stjórn.“

„Jafn­vel þótt þeir hafi haldið fram­hjá eða beitt of­beldi þá trúa þeir samt sem áður að þeir eigi að viðhalda ákveðnu taki á maka sín­um. Þeir beita til­finn­ing­um og fjár­mun­um gegn maka sín­um í gegn­um allt skilnaðarferlið. Sum­ir nota allt sem þeir geta til þess að tefja skilnaðarferlið til þess að halda mak­an­um í lausu lofti.“

Reyna að draga úr þér mátt

„Eitt versta tólið sem þeir beita er að nota börn­in og reyna að snúa þeim gegn hinu for­eldr­inu með lyg­um til þess að halda stjórn­inni. Þá nota þeir oft laga­deil­ur til þess að gera hinn aðilann ör­magna og nota börn­in sem vopn. Þeir eiga það einnig til að sækja um fullt for­ræði án þess þó að hafa séð um börn­in fram að því.“

„Þá eiga þeir það til að tala illa um fyrr­ver­andi maka, láta þá líta út fyr­ir að vera tæp­ir á geði, svik­ul­ir eða að þeir hafi beitt of­beldi. Þeir snúa vin­um og fjöl­skyldu gegn þeim til þess að ein­angra þá enn frek­ar. Þá neita þeir oft að greiða meðlag, fela eign­ir og búa til fjár­hags­lega óreiðu.“

Halda sam­skipt­um í lág­marki

„Þeir sem eru í þess­um aðstæðum verða að finna sér lög­fræðing og sál­fræðing sem þekkja til þess­ar­ar hegðunar. Það eru ekki all­ir lög­fræðing­ar sem þekkja klæk­ina sem nars­iss­ist­ar beita og eru í stakk bún­ir að eiga við svo erfiða ein­stak­linga.“

„Þá þarf að skrá vand­lega öll sam­skipti, skila­boð og pen­inga­greiðslur. Allt sem hægt er að nota. Nars­iss­ist­ar eiga það til að snúa sann­leik­an­um á hvolf og þess vegna er mik­il­vægt að halda öllu til haga.“

„Haldið öll­um sam­skipt­um í lág­marki og notið aðeins staðreynd­ir þegar verið er að miðla mál­um. Ekki veita nein til­finn­ingaviðbrögð og haldið jafn­vægi og stóískri ró í gegn­um allt ferlið. Það mun að lok­um skila sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda