Hvað gerist þegar maður ákveður að opna sambandið sitt en skiptir svo um skoðun. Kona ein segir frá sinni upplifun í viðtali við The Stylist.
„Ég var ekki á höttunum eftir kærasta þegar ég hitti Steven. Ég var að fókusa á sjálfa mig. En við áttum strax ótrúlega vel saman og mér leið vel með honum. Ég elskaði hversu hreinskilinn hann var og var ekki að leika neina leiki. Eftir nokkur stefnumót var ég fallin fyrir honum og samband okkar hófst fyrir alvöru.
Svo gerðist það að hann fékk vinnu í öðrum landshluta og við vorum komin í fjarsamband. Stuttu síðar stakk hann svo upp á því að opna sambandið. Ég hafði alltaf verið forvitin um opin sambönd og vildi gera allt til þess að halda þessu sambandi gangandi. Þannig að ég sló til.
Opið samband var nýtt fyrir okkur bæði og við settum því fáar reglur og ákváðum að þetta snerist bara um kynlíf. Við ætluðum t.d. ekki að mynda náin tengsl við aðra og það mætti til dæmis ekki gista með öðru fólki.
Síðan þá hef ég hitt nokkra í gegnum stefnumótaforrit en hef ekki haft áhuga á að taka það lengra. Það er einn sem ég myndi vilja hitta aftur en mér finnst samt meira spennandi að hitta fólk úti á lífinu og fá tilfinningu fyrir þeim.
Stundum hringdi ég í kærastann og við spjölluðum um stefnumótin okkar og ég varð alltaf svo pirruð þegar hann sagði frá sínum ævintýrum. Nú er hann hættur að segja mér frá þessu en ég segi honum hins vegar.
Traustið er þó alveg farið. Hann hættur að trúa mér fyrir þessum hlutum og ég er farin að ímynda mér alls konar. Honum virðist sama þó ég sé að hitta aðra. Hann er bara góður.
Ég er svo uppfull af óöryggi og þrýsti mjög á hann að láta mér líða betur. Hann gerir eins vel og hann getur. Hann segist stöðugt elska mig. Ég held að óttinn minn sé ákveðin alhæfing. Kona er gjörn á að vilja meiri nánd í sambandi og ég óttast að hann hitti konu sem þróar tilfinningar í hans garð. Ég spyr mig í sífellu hvort þetta sambandsform sé fyrir mig. Eða er afbrýðissemin eitthvað sem ég þarf að vinna í. Ég er óttaslegin hvað gerist ef ég næ ekki tökum á tilfinningum mínum.
Ég samþykkti þetta en veit að ég þarf að ákveða hvort þetta sé eitthvað sem ég vil halda áfram með. Ég er búin að setja mér ákveðinn tímapunkt og ef mér líður enn ömurlega eftir nokkrar vikur þá ætla ég að hætta. Hann hefur aldrei sagt að þá verði úti um sambandið en mig grunar það. Ef allt fer í hundana þá er ég samt ánægð að hafa gefið þessu tækifæri. Þetta hefur verið áskorun og kennt mér að koma orðum að því sem ég þarf í sambandi. Ég hef líka þurft að horfast í augu við sjálfa mig, rifja upp gömul særindi hvað höfnun varðar og að finnast ég ekki nógu góð. Það að vera í svona óhefðbundnu sambandi neyðir mig til þess að horfast í augu við alla veikleikana.
Það kann að vera erfitt núna en ég mun valdeflast með þetta í farteskinu.“