Sér eftir að hafa opnað sambandið

Margt getur gerst ef maður opnar sambandið.
Margt getur gerst ef maður opnar sambandið.

Hvað ger­ist þegar maður ákveður að opna sam­bandið sitt en skipt­ir svo um skoðun. Kona ein seg­ir frá sinni upp­lif­un í viðtali við The Styl­ist. 

„Ég var ekki á hött­un­um eft­ir kær­asta þegar ég hitti Steven. Ég var að fókusa á sjálfa mig. En við átt­um strax ótrú­lega vel sam­an og mér leið vel með hon­um. Ég elskaði hversu hrein­skil­inn hann var og var ekki að leika neina leiki. Eft­ir nokk­ur stefnu­mót var ég fall­in fyr­ir hon­um og sam­band okk­ar hófst fyr­ir al­vöru.

Svo gerðist það að hann fékk vinnu í öðrum lands­hluta og við vor­um kom­in í fjar­sam­band. Stuttu síðar stakk hann svo upp á því að opna sam­bandið. Ég hafði alltaf verið for­vit­in um opin sam­bönd og vildi gera allt til þess að halda þessu sam­bandi gang­andi. Þannig að ég sló til.

Opið sam­band var nýtt fyr­ir okk­ur bæði og við sett­um því fáar regl­ur og ákváðum að þetta sner­ist bara um kyn­líf. Við ætluðum t.d. ekki að mynda náin tengsl við aðra og það mætti til dæm­is ekki gista með öðru fólki.

Síðan þá hef ég hitt nokkra í gegn­um stefnu­móta­for­rit en hef ekki haft áhuga á að taka það lengra. Það er einn sem ég myndi vilja hitta aft­ur en mér finnst samt meira spenn­andi að hitta fólk úti á líf­inu og fá til­finn­ingu fyr­ir þeim.

Stund­um hringdi ég í kær­ast­ann og við spjölluðum um stefnu­mót­in okk­ar og ég varð alltaf svo pirruð þegar hann sagði frá sín­um æv­in­týr­um. Nú er hann hætt­ur að segja mér frá þessu en ég segi hon­um hins veg­ar.

Traustið er þó al­veg farið. Hann hætt­ur að trúa mér fyr­ir þess­um hlut­um og ég er far­in að ímynda mér alls kon­ar. Hon­um virðist sama þó ég sé að hitta aðra. Hann er bara góður.

Ég er svo upp­full af óör­yggi og þrýsti mjög á hann að láta mér líða bet­ur. Hann ger­ir eins vel og hann get­ur. Hann seg­ist stöðugt elska mig. Ég held að ótt­inn minn sé ákveðin al­hæf­ing. Kona er gjörn á að vilja meiri nánd í sam­bandi og ég ótt­ast að hann hitti konu sem þróar til­finn­ing­ar í hans garð. Ég spyr mig í sí­fellu hvort þetta sam­bands­form sé fyr­ir mig. Eða er af­brýðis­sem­in eitt­hvað sem ég þarf að vinna í. Ég er ótta­sleg­in hvað ger­ist ef ég næ ekki tök­um á til­finn­ing­um mín­um.

Ég samþykkti þetta en veit að ég þarf að ákveða hvort þetta sé eitt­hvað sem ég vil halda áfram með. Ég er búin að setja mér ákveðinn tíma­punkt og ef mér líður enn öm­ur­lega eft­ir nokkr­ar vik­ur þá ætla ég að hætta. Hann hef­ur aldrei sagt að þá verði úti um sam­bandið en mig grun­ar það. Ef allt fer í hund­ana þá er ég samt ánægð að hafa gefið þessu tæki­færi. Þetta hef­ur verið áskor­un og kennt mér að koma orðum að því sem ég þarf í sam­bandi. Ég hef líka þurft að horf­ast í augu við sjálfa mig, rifja upp göm­ul sær­indi hvað höfn­un varðar og að finn­ast ég ekki nógu góð. Það að vera í svona óhefðbundnu sam­bandi neyðir mig til þess að horf­ast í augu við alla veik­leik­ana.

Það kann að vera erfitt núna en ég mun vald­efl­ast með þetta í fartesk­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda