Leikarinn Aron Már Ólafsson, jafnan kallaður Aron Mola, er á lausu eftir að upp úr sambandi hans og Hildar Skúladóttur sálfræðings slitnaði.
Vísir greindi frá þessu.
Aron Már og Hildur voru par í tíu ár og eiga tvo unga syni.
Aron Már sló í gegn sem samfélagsmiðlastjarna fyrir örfáum árum en í dag er hann einna helst þekktur fyrir leiklistarhæfileika sína.
Flestir þekkja hann eflaust úr sjónvarpsþáttunum Ófærð eða úr leikhúsi þar sem hann tók þátt í uppsetningu Borgarleikhússins, Níu líf, um líf og ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens.
Smartland óskar Aroni Má og Hildi alls hins besta!