Á að halda áfram þrátt fyrir leiðinlegt kynlíf?

Ef kynlífið er leiðinlegt þá er hægt að stinga upp …
Ef kynlífið er leiðinlegt þá er hægt að stinga upp á einhverju skemmtilegu en allar breytingar skal taka í smáum skrefum. Womanizer Toys/Unsplash

Þrítug­ur karl­maður sem hef­ur verið í sam­bandi í átta mánuði skrif­ar í bréfi til ráðgjafa tíma­rits­ins The Guar­di­an að kyn­lífið sé frem­ur leiðin­legt, skorti ástríðu og sé til­breyt­inga­lítið. Því sé þó öðru­vísi farið með döm­una sem seg­ir við hann í hvert skipti að kyn­lífið sé það „besta sem hún hafi prófað“, sem geri hann for­viða.

Vin­ir döm­unn­ar hafa einnig haft á orði við hann að hún sé ansi ánægð með ástaratlot­in. Hann hafi hins veg­ar reynt að krydda hlut­ina sem fallið hafi í grýtt­an jarðveg hjá henni.

Þá eru aðrir hlut­ir sem farn­ir eru að trufla hann en í byrj­un sam­bands­ins kíktu þau út á lífið, fengu sér að borða og slíkt en um þess­ar mund­ir langi hana helst að hanga heima og horfa á sjón­varpið. Hann er, líkt og hann seg­ir sjálf­ur, áhuga­sam­ur um hreyf­ingu og úti­vist, vill sækja nám­skeið t.d. í mat­reiðslu og fleira skemmti­legt, en hún hafi eng­an áhuga á slíku.

Svo spyr hann hvort þau eigi kannski ekki sam­an.

Margar ástæður geta verið fyrir að hún vilji heldur hanga …
Marg­ar ástæður geta verið fyr­ir að hún vilji held­ur hanga heima og horfa á sjón­varpið. Igor Star­kov/​Unsplash

Jafn­vel þung­lyndi og reynslu­leysi

Í svari ráðgjafa The Guar­di­an seg­ir að sumt fólk skil­greini sam­band á ákveðinn hátt og í því fel­ist jafn­vel að vera svo­lítið „heimakær“.

Svo geti aft­ur verið önn­ur ástæða – af öllu al­var­legri toga – fyr­ir að fólk hafi ekki áhuga á ut­an­dyra at­höfn­um. Fólk sem þjá­ist af t.d. þung­lyndi sé oft síður hreyf­an­legt og hafi til­hneig­ingu til að verja mest­um tíma inn­an­dyra.

Þá sé vert að at­huga hvort mak­inn sé þreytt­ur og jafn­vel stressaður vegna vinnu, áður en sam­band­inu er slitið. 

Hvað kyn­lífið varðar get­ur tak­markaður vilji mak­ans til að prófa nýja hluti í kyn­lífi stafað af reynslu­leysi. Í því til­felli er gáfu­leg­ast að inn­leiða breyt­ing­ar í minni skref­um. Ekki er gott að biðja um of mikið, of snemma í sam­band­inu, því það gæti virkað ógn­andi.

Fólk í samböndum þarf auðvitað að tala saman. Það þarf …
Fólk í sam­bönd­um þarf auðvitað að tala sam­an. Það þarf tvo til að dansa tangó. Scott Broome/​Unsplash

The Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda