Hvernig á að ná sér í „golden retriever“-kærasta?

Þessar týpur af mönnum gætu stundum hagað sér kjánalega en …
Þessar týpur af mönnum gætu stundum hagað sér kjánalega en eru þó alls ekki heimskir. Samsett mynd/Kenzie Kraft/Bill Stephan

Ef við byrj­um á byrj­un­inni, hvað er „gold­en retriever“-kær­asti? Þetta nýja tísku­orð hef­ur farið eins og eld­ur í sinu um sam­fé­lags­miðil­inn TikT­ok. Fjöldi mynd­skeiða á miðlin­um út­skýra hvaða eig­in­leika slík­ur maður þarf að hafa til að falla í þenn­an eft­ir­sótta flokk; hann er góður, ei­lítið kjána­leg­ur, kannski ekki skarp­asti hníf­ur­inn í skúff­unni þótt hann telj­ist ekki heimsk­ur, og er alltaf til í að taka þetta auka skref fyr­ir fólkið sem hann elsk­ar. Til að bæta kirsu­ber­inu á topp­inn þá er hann ef­laust nokkuð mynd­ar­leg­ur, á klass­ísk­an og sym­metrísk­an hátt.

Fyrst og fremst er „gold­en retriever“-kær­asti þekkt­ur fyr­ir að vera traust­ur; hann held­ur ekki fram hjá og gleym­ir ekki viðburðum. Hann gæti jafn­vel fært þér blóm. 

Golden retriever-kærasti mun alltaf létta þér lundina þegar þér líður …
Gold­en retriever-kær­asti mun alltaf létta þér lund­ina þegar þér líður illa. Becca Tapert/​Unsplash

„Gold­en retriever“ í sinni sér­stæðu mynd

Ef geðbrigði hjá þér eru mik­il, þá er ef­laust ekk­ert betra til að kæta þig en „gold­en retriever“ (fyr­ir utan kvíða- og þung­lynd­is­lyf). Hann er með létta lund sem smit­ar frá sér og get­ur veitt þér vellíðan jafn­vel á dimm­ustu dög­um. Haf­irðu hins veg­ar óbeit á góðum fé­lags­skap í niður­sveifl­unni þá er „gold­en retriever“ ekki málið.

Til eru flott­ari út­gáf­ur af „gold­en retri­ver“-mönn­um og sam­kvæmt Vogue klæðast þeir gjarn­an merkj­um á borð við Abercombie & Fitch, J. Crew, Bono­bos og Vu­ori. Það er gott að vita af þessu ef þig lang­ar að gleðja hann á móti.

Og hvar halda þess­ir gull­mol­ar sig? Sam­kvæmt Vogue eru þess­ir menn á bör­um þar sem íþrótta­leik­ir eru sýnd­ir, jafn­vel utan óhefðbund­inn­ar heilsu­rækt­ar eins og í klifri. Þá er um að gera að skoða vel at­huga­semd­ir inni á dýra­grúpp­um á Face­book eða kíkja í gælu­dýra­búðir eða dýra­at­hvörf, því ef hann á ekki gælu­dýr fyr­ir þá er hann pottþétt að leita að slíku, sér­stak­lega að hundi – þó ekki endi­lega gold­en retriever.

Vogue

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda