5% Íslendinga hefur verið í opnu sambandi

Eldra fólk hefur minni áhuga á opnu sambandi en yngra …
Eldra fólk hefur minni áhuga á opnu sambandi en yngra fólk meiri. Tim Mossholder/Unsplash

Sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar sem þekk­ing­ar­fyr­ir­tækið Pró­sent fram­kvæmdi er 5% Íslend­inga í eða hef­ur verið í opnu sam­bandi, þar af eru 2% svar­enda núna í opnu sam­bandi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Pró­sent.

Eitt­hvað virðist karlpen­ing­ur­inn áhuga­sam­ari um opin sam­bönd en mark­tækt fleiri kon­ur eða 84% á móti 78% karla segj­ast ekki hafa áhuga á opnu sam­bandi. 

Fram­kvæmd könn­un­ar­inn­ar fór fram á net­inu dag­ana 28. mars til 15. apríl. Úrtakið voru 2.300 ein­stak­ling­ar úr könn­un­ar­hópi Pró­sents, á aldr­in­um 18 ára og eldri og var svar­hlut­fallið 51%.

Hlut­fall svar­enda sem hafa ekki verið í opnu sam­bandi en segj­ast opn­ir fyr­ir því er alls 8%. Þá eru 81% sem segj­ast hafa eng­an áhuga á opnu sam­bandi.

Alls 11% karl­kyns svar­enda könn­un­ar­inn­ar segj­ast ekki hafa verið í opnu sam­bandi en myndu vilja prófa miðað við 6% kvenna.

Marktækt fleiri konur eða 84% á móti 78% karla segjast …
Mark­tækt fleiri kon­ur eða 84% á móti 78% karla segj­ast ekki hafa áhuga á opnu sam­bandi. Lucas Newt­on/​Unsplash

Yngsti hóp­ur svar­enda (18-24 ára) og elsti hóp­ur­inn (65 ára og eldri) hafa mark­tækt minni áhuga á opnu sam­bandi en hinir hóp­arn­ir.

Þegar bor­in er sam­an póli­tík og áhugi á opnu sam­bandi kem­ur í ljós að 15% þeirra sem myndu kjósa aðra en fimm stærstu flokk­ana hafa ekki verið í opnu sam­bandi en eru opn­ir fyr­ir því. Það hlut­fall er hærra en hjá þeim sem myndu kjósa t.d. Sam­fylk­ing­una, Sjálf­stæðis­flokk­inn og Flokk Fólks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda