„Þið eruð ólík, en þið eruð samt jafningjar“

Ástin spyr ekki um aldur, en mikill aldursmunur í samböndum …
Ástin spyr ekki um aldur, en mikill aldursmunur í samböndum getur fært fólk alls kyns áskoranir. Mayur Gala/Unsplash

Ald­urs­mun­ur í sam­bönd­um er al­deil­is ekki nýr af nál­inni, en á vef Cos­mpolit­an seg­ir að ef­laust fái þessi mun­ur meiri at­hygli með hinum vin­sælu þátt­um The White Lot­us með sam­bandi Rick (Walt­on Gogg­ins) og Chel­sea (Ai­mee Lou Wood), ásamt kvik­mynd­um á borð við Ba­byg­irl og The Idea of You þar sem hinu sí­vin­sæla „eldri karl og yngri kona“ er snúið við.

„Þótt ald­urs­mun­ur í sam­bönd­um sé ekki óal­geng­ur þá virðast þannig sam­bönd alltaf hafa til­hneig­ingu til að vera svo­lítið um­deild og rat­ar sú umræða oft á netið,“ seg­ir í grein Cos­mpolit­an. Með ald­urs­mun í sam­bönd­um er hér verið að tala um tíu ár eða meira, sam­kvæmt dr. Carol­ina Patacky.

Hins veg­ar sé merk­ing ald­urs­mun­ar mis­mun­andi eft­ir aldri beggja aðila. Tutt­ugu ára ald­urs­bil ein­stak­linga í sam­bandi sem eru 30 og 50 ára fær­ir þeim ólík­ar áskor­an­ir miðað við þá sem eru t.d. 60 og 80 ára.

Þá vill umræðan oft­ar en ekki bein­ast að valda­ó­jafn­vægi á milli þess eldri og yngri í sam­band­inu, eða jafn­vel kynd­bundnu ójafn­vægi.

„Við ger­um ráð fyr­ir að eldri mak­inn sé að mis­nota þann yngri fyr­ir kyn­líf, eða að við ger­um ráð fyr­ir að yngri mak­inn mis­noti þann eldri vegna pen­inga.“ Þetta seg­ir doktor Sarah E. Hill.

„Hið hefðbundna“ þegar eldri maður er með yngri konu, líkt …
„Hið hefðbundna“ þegar eldri maður er með yngri konu, líkt og í The White Lot­us-þátt­un­um. Skjá­skot/​Youtu­be

Helstu áskor­an­irn­ar

Þær áskor­an­ir sem mæta ein­stak­ling­um í sam­bönd­um þar sem ald­urs­mun­ur er mik­ill geta t.d. verið þær að ann­ar ein­stak­ling­ur­inn hafi búið við meiri fjár­hags­leg­an stöðug­leika, hafi meiri lífs­reynslu og öðlast meiri virðingu. Á meðan hinum finn­ist hann þurfa að reiða sig meira á þann sem eldri er.

Skoðanir á póli­tísk­um þátt­um, sam­bönd­um og líf­inu al­mennt geta verið afar breyti­leg­ar og á skjön á milli kyn­slóða.

Það get­ur vissu­lega orðið vanda­mál ef yngri mak­inn þráir barneign­ir en sá sem eldri er hef­ur þegar átt börn, sem eru jafn­vel upp­kom­in, og er því ekki til­bú­inn í þann „pakka“ aft­ur.

Yngri mak­inn get­ur verið á há­tindi fer­ils síns á meðan sá eldri er far­inn að huga að eft­ir­launa­ár­un­um.

Þá get­ur nei­kvætt álit annarra haft niðurríf­andi áhrif á sam­bandið.

Úr kvikmyndinni The Idea of You. Fertug, einstæð móðir fellur …
Úr kvik­mynd­inni The Idea of You. Fer­tug, ein­stæð móðir fell­ur fyr­ir 24 ára göml­um rokk­ara. Skjá­skot/​Youtu­be

Heil­brigt „ald­urs­bils­sam­band“

Sam­bönd þar sem ald­urs­mun­ur er tíu ár eða meira geta vita­skuld blómstrað og einkum ef eft­ir­far­andi er haft í huga.

Ef parið geng­ur úr skugga um að tíma­lína þeirra beggja sé uppi á borðum og að þau sjái framtíðina fyr­ir sér á svipaðan hátt.

Að sýna hvort öðru og aldr­in­um skiln­ing. „Eldri mak­inn verður að forðast lít­ilsvirðingu,“ seg­ir Patacky. „Þið eruð ólík, en þið eruð samt jafn­ingj­ar.“

Þá skipt­ir máli að vera „for­vit­inn“. Í sam­bönd­um þar sem ald­urs­mun­ur er mik­ill get­ur verið gott að reyna að skilja viðhorf hvors ann­ars og leyfa ald­urs- og þroskamun­in­um að víkka sjón­deild­ar­hring­inn.

Að finna ein­ingu sam­an, þrátt fyr­ir hve ólík­ir ein­stak­ling­arn­ir eru, en það get­ur aðeins styrkt parið gagn­vart ut­anaðkom­andi áreiti, t.d. gagn­rýni og skoðunum annarra á sam­band­inu. Þannig stend­ur parið af sér mótvind­inn. Því gott sam­band snýst ekki ein­ung­is um að ein­stak­ling­arn­ir séu lík­ir held­ur að þeir finni styrk sam­an þrátt fyr­ir hve ólík­ir þeir eru, seg­ir Patacky að lok­um.

Nicole Kidman í hlutverki sínu sem valdamikill framkvæmdastjóri og fjölskyldukona …
Nicole Kidm­an í hlut­verki sínu sem valda­mik­ill fram­kvæmda­stjóri og fjöl­skyldu­kona sem fell­ur fyr­ir ung­um manni í starfs­námi inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Úr kvik­mynd­inni Ba­byg­irl. Skjá­skot/​Youtu­be

Cos­mopolit­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda