Gengu í hjónaband eftir 18 ára samband

Álfhildur Haraldsdóttir og Salmann Héðinn Árnason giftu sig 25. maí …
Álfhildur Haraldsdóttir og Salmann Héðinn Árnason giftu sig 25. maí í fyrra. Ljósmynd/Aníta Eldjárn

Sigl­f­irðing­arn­ir Álf­hild­ur Har­alds­dótt­ir og Sal­mann Héðinn Árna­son gengu í heil­agt hjóna­band á fal­leg­um vor­degi í heima­bæ sín­um 25. maí síðastliðinn, heil­um 18 árum eft­ir að þau byrjuðu sam­an. Parið var um­kringt vin­um og vanda­mönn­um og um­vafið stór­brot­inni nátt­úru­feg­urð sjáv­arþorps­ins er þau játuðust hvort öðru og seg­ir Álf­hild­ur brúðkaups­dag­inn hafa verið ógleym­an­leg­an.

Ástar­saga Álf­hild­ar, kenn­ara við Barna­skól­ann í Hafnar­f­irði, og Sal­manns Héðins, sér­fræðings í rekstri hug­búnaðar­kerfa hjá Orku­veit­unni, teyg­ir sig aft­ur til árs­ins 2004. Álf­hild­ur seg­ir þau hjón­in varla muna eft­ir fyrsta stefnu­mót­inu, enda mikið vatn runnið til sjáv­ar síðan þá.

Álf­hild­ur og Sal­mann Héðinn eru bú­sett á höfuðborg­ar­svæðinu, nán­ar til­tekið í Kópa­vogi, ásamt börn­um sín­um tveim­ur, Rakel Önnu og Axel Inga.

Hjónin ásamt börnum sínum eftir athöfnina.
Hjón­in ásamt börn­um sín­um eft­ir at­höfn­ina. Ljós­mynd/​Aníta Eld­járn

„Ætli það hafi ekki verið hversu sæt­ur hann var?“

Álf­hild­ur er ekki í vafa um hvað vakti áhuga henn­ar á Sal­manni Héðni: Það var út­litið.

„Já, hann var og er mjög sæt­ur. En ég komst líka fljótt að því hversu ljúf­ur og skemmti­leg­ur hann væri.“

Viss­irðu snemma að þú vild­ir gift­ast hon­um?

„Nei, ég var ekki mikið að hugsa um það, eða alla vega ekki fyrr en við eignuðumst börn sam­an. Það voru all­ir að tala um hversu mik­il­vægt það væri að gifta sig þegar börn, heim­ili og bíll væru kom­in í spil­in.“

Hjónin byrjuðu saman á unglingsaldri.
Hjón­in byrjuðu sam­an á ung­lings­aldri. Ljós­mynd/​Aðsend

Álf­hild­ur viður­kenn­ir þó að hafa verið orðin hálf óþol­in­móð að bíða eft­ir hringn­um.

„Já, það mætti nú al­veg segja það, enda þurfti ég að bíða í 16 ár eft­ir hringn­um,“ seg­ir hún og hlær.

Kom bón­orðið þér á óvart?

„Svona bæði og, ég var aðeins búin að pressa á hann og sagðist ætla að gifta mig inn­an tveggja ára og lét hann al­veg vita að ef hann myndi ekki biðja mín þá þyrfti ég að fara á skelj­arn­ar og biðja hans. Hann endaði svo á að biðja mín.“

Veifurnar voru óspart notaðar til heiðurs brúðhjónunum.
Veif­urn­ar voru óspart notaðar til heiðurs brúðhjón­un­um. Ljós­mynd/​Aníta Eld­járn

Segðu frá bón­orðinu.

„Bón­orðið var ótrú­lega krútt­legt, akkúrat það sem ég hafði séð fyr­ir mér. Hann bað mín á af­mæl­is­dag­inn minn, 29. nóv­em­ber 2022. Við vor­um ný­bú­in að borða kvöld­mat, vor­um bara heima í kósí, þegar börn­in okk­ar komu til mín og af­hentu mér hringa­box. Salli bar upp stóru spurn­ing­una, að vísu án þess að fara niður á hné, en þetta var ótrú­lega fal­legt, ein­stakt augna­blik. Ég sagði auðvitað já, án þess að hika, og var í sjokki allt kvöldið.“

„Mér fannst und­ir­bún­ing­ur­inn mjög skemmti­leg­ur“

Álf­hild­ur hafði mjög gam­an af því að und­ir­búa brúðkaupið.

„Já, þetta var mjög skemmti­legt. Ég var al­veg búin að skoða dag­setn­ing­ar, vel áður en bón­orðið kom til sög­unn­ar, og átt­um við því nokkuð auðvelt með að ákveða brúðkaups­dag­inn, enda vild­um við gifta okk­ur á Sigluf­irði, það kom ekk­ert annað til greina. Form­leg­ur und­ir­bún­ing­ur fór á fullt rétt um ári fyr­ir brúðkaupið. Mér fannst und­ir­bún­ing­ur­inn mjög skemmti­leg­ur og ég eyddi mikl­um tíma í að pæla í hlut­un­um, enda hrif­in af smá­atriðum.“

Brúðguminn í góðum gír.
Brúðgum­inn í góðum gír. Ljós­mynd/​Aníta Eld­járn

Hvað var mest krefj­andi við und­ir­bún­ing­inn?

„Ætli það hafi ekki verið gestalist­inn, það var ótrú­lega erfitt að skera niður. Við eig­um bæði stór­ar fjöl­skyld­ur og erum rík af vin­um, en við gát­um því miður ekki boðið öll­um.“

Álf­hild­ur fann brúðar­kjól­inn í fyrstu brúðarmát­un­inni.

Hvernig gekk að finna kjól­inn?

„Eig­in­lega bara bet­ur en ég þorði að vona. Ég var með ákveðna hug­mynd, vissi al­veg í hverju ég vildi vera, en ég var ekki kom­in með kjól­inn og vissi ekki al­veg hvar hann var að finna. Ég var búin að þræða hverja kjólasíðuna á fæt­ur ann­arri á ver­ald­ar­vefn­um en ákvað svo að bóka kjóla­mát­un hjá Lof­orði og fór með mömmu, tengda­mömmu og systr­um mín­um til að máta og at­huga hvort sniðið hentaði mér.

Ég mátaði nokkra kjóla, einn af þeim hitti svona í mark og var í þokka­bót á af­slætti, það gerði hann enn fal­legri. Þannig að, já, ég sló bara tvær flug­ur í einu höggi og gekk út með drauma­kjól­inn, sem ég átti alls ekki von á.“

Hjónin ásamt börnum sínum, Rakel Önnu og Axel Inga.
Hjón­in ásamt börn­um sín­um, Rakel Önnu og Axel Inga. Ljós­mynd/​Aníta Eld­járn

Hvernig leið þér dag­ana fyr­ir brúðkaupið, var eitt­hvert stress eða spenna?

„Mér leið vel en ég fann al­veg fyr­ir spennu og stressi, enda stór stund. Svefn­inn var í smá rugli og hug­ur­inn var úti um allt, það var erfitt að ein­beita sér að einu verk­efni í einu. Ég sá mikið um und­ir­bún­ing­inn ein en rúmri viku fyr­ir brúðkaups­dag­inn fékk ég heil­mikla hjálp frá fjöl­skyldu og nán­ustu vin­um. Litla syst­ir mín, hún Odd­ný Halla, tók á sig hlut­verk „brúðkaups­skipu­leggj­ara“ án þess að við bæðum hana um það. Hún tók al­gjör­lega yfir, sem var ómet­an­legt, þegar við hjón­in inn­rituðum okk­ur á hót­elið dag­inn fyr­ir brúðkaups­dag­inn. Við bókuðum þrjár næt­ur á Sigló Hót­el, dag­inn fyr­ir brúðkaupið og dag­inn eft­ir, sem ég hefði aldrei viljað sleppa.“

„18 gráður og sól­in skein á heiðblá­um himni“

Aðspurð seg­ir Álf­hild­ur brúðkaup­dag­inn ógleym­an­leg­an og dag sem hún væri al­veg til í að upp­lifa aft­ur.

Brúðhjónin og veislugestir stilltu sér upp fyrir framan Siglufjarðarkirkju að …
Brúðhjón­in og veislu­gest­ir stilltu sér upp fyr­ir fram­an Siglu­fjarðar­kirkju að at­höfn lok­inni. Ljós­mynd­ir/​Aníta Eld­járn

Segðu frá brúðkaups­deg­in­um

„Brúðkaups­dag­ur­inn var ólýs­an­leg­ur. Við feng­um gjör­sam­lega galið veður, hit­inn var í kring­um 18 gráður og sól­in skein á heiðblá­um himni. Við vor­um með smá áhyggj­ur af veðrinu, en helg­ina áður var storm­ur og snjó­koma. Það er óhætt að segja að við dutt­um í lukkupott­inn.

Byrj­un­in á deg­in­um var nokkuð hefðbund­in en dag­ur­inn hófst með und­ir­bún­ingi. Ég var á Sigló Hót­eli með mín­um nán­ustu, skálaði í kampa­víni fyr­ir há­degi, og Salli hafði sig til heima hjá fjöl­skyldu sinni.

Brúðkaupsveislan var haldin í brugghúsi á Siglufirði.
Brúðkaups­veisl­an var hald­in í brugg­húsi á Sigluf­irði. Ljós­mynd/​Aníta Eld­járn

At­höfn­in hófst kl. 14:11 í Siglu­fjarðar­kirkju. Það var ynd­is­leg stund, fal­leg tónlist, frá­bær prest­ur og mikið hlegið. Að lok­inni at­höfn fór­um við ásamt börn­un­um okk­ar í mynda­töku, keyrðum um bæ­inn og stillt­um okk­ur upp á nokkr­um af fal­leg­ustu stöðum bæj­ar­ins. Veisl­an var hald­in í brugg­hús­inu Segli 67, sem er í eigu fjöl­skyldu minn­ar. Bestu vin­ir okk­ar voru veislu­stjór­ar og stóðu sig prýðilega vel. Við borðuðum góðan mat, hl­ustuðum á skemmti­leg­ar ræður og leyfðum okk­ur bara að njóta með vin­um og fjöl­skyldu. Kvöldið endaði svo með al­vöru sveita­balli. Það er ekki hægt að segja annað en að brúðkaups­dag­ur­inn hafi endað á frá­bær­um nót­um.“

Það var mikið líf og fjör í veislunni.
Það var mikið líf og fjör í veisl­unni. Ljós­mynd/​Aníta Eld­járn

Var dag­ur­inn eins og þú bjóst við?

„Já, og miklu meira en það. Ég væri sko til í að upp­lifa þenn­an dag aft­ur, eða þessa helgi. Fjörið hófst nefni­lega á föstu­dags­kvöld­inu. Við buðum öll­um í bjórs­makk í Seg­ul 67 sem reynd­ist mjög skemmti­leg viðbót við stóra dag­inn. Þar fengu gest­ir tæki­færi til að hitt­ast, blanda geði og að sjálf­sögðu smakka góða bjóra. Þetta var ótrú­lega gam­an og minnkaði stressið til muna.“

Hvernig ætlið þið að fagna fyrsta brúðkaup­saf­mæl­inu?

„Það er ekk­ert sér­stakt planað, alla vega ekki eins og er. Ég veit bara að hann Salli minn er bú­inn að bóka golf­ferð er­lend­is með vini sín­um og verður þar á deg­in­um sjálf­um. Ætli við skál­um ekki bara í góðu rauðvíni þegar hann kem­ur heim.“

Nýgift.
Nýgift. Ljós­mynd/​Aníta Eld­járn
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda