Narsissískar konur nota helst lyndistákn

Lyndistáknin eru sögð þjóna samskiptastefnu narsissistans, þ.e. er varðar sjálfskynningu …
Lyndistáknin eru sögð þjóna samskiptastefnu narsissistans, þ.e. er varðar sjálfskynningu og áhrifastjórnun. Stephanie Morales/Unsplash

Í nýrri rann­sókn voru skoðuð tengsl á milli notk­un­ar lynd­is­tákna (e. emoj­is) og per­sónu­leika ein­stak­linga og leiddu niður­stöður í ljós að nars­iss­ist­ar nota lynd­is­tákn­in grimmt í sam­skipt­um.

Það er afar vin­sælt og vina­legt að nota svo­kölluð lynd­is­tákn á sam­fé­lags­miðlum, hins veg­ar er stór mun­ur á hve mikið not­end­ur spreða af tákn­um í sam­skipt­um sín­um við aðra. Sum­ir nota ein­staka broskarla á meðan aðrir enda nán­ast hverja setn­ingu á fjölda tákna.

Sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar nota kon­ur lynd­is­tákn meira en karl­ar fyr­ir utan hve mik­ill mun­ur er á notk­un tákn­anna eft­ir per­sónu­leika fólks.

Konur eru miklu gjarnari á að nota lyndistákn heldur en …
Kon­ur eru miklu gjarn­ari á að nota lynd­is­tákn held­ur en karl­menn. Maria Kovalets/​Unsplash

Nars­iss­ísk­ar kon­ur nota tákn­in mest

Vís­inda­tíma­ritið Cur­rent Psychology birti ný­verið niður­stöður úr rann­sókn­inni sem sýna þenn­an mun á milli kynja og per­sónu­leika þegar kem­ur að notk­un tákn­anna.

Rann­sókn­art­eymið var und­ir for­ystu Sheliu M. Kenn­i­son frá Okla­homa Sate-há­skól­an­um og náði til 285 nem­enda í grunn­námi við skól­ann.

Teymið mat mis­mun­andi per­sónu­leika þátt­tak­enda en flokk­un­in var eft­ir­far­andi; hinir fimm stóru (hrein­skilni, inn- og út­hverfa, vin­gjarn­leiki, sam­visku­semi og kvíði), myrka þrískipt­ing­in (nars­issismi, sjúk­leg stjórn­semi og siðblinda) og til­finn­inga­leit­andi ein­stak­ling­ar.

Ein áhuga­verðasta niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar er varðandi myrku þrískipt­ing­una en hún sýn­ir að mik­il notk­un lynd­is­tákna er tengd nars­iss­ísk­um per­sónu­leika bæði kvenna og karla og þá eru nars­iss­ísk­ar kon­ur þær sem nota mest þessi tákn í sam­skipt­um.

Það eru ekkert endilega tengsl á milli fjölda broskalla í …
Það eru ekk­ert endi­lega tengsl á milli fjölda broskalla í sam­skipt­um og góðs per­sónu­leika. Það er miklu held­ur and­stæðan. Dom­ingo Al­varez E/​Unsplash

Hvað karl­menn­ina varðar eru þeir sem eru sjúk­lega stjórn­sam­ir lík­legri til að nota meira af lynd­is­tákn­um en einnig þeir sem eru mjög kvíðnir.

Mest slá­andi niðurstaðan voru tengsl­in á milli notk­un­ar lynd­is­tákna og nars­iss­isma, sér­stak­lega hjá kon­um. Vís­inda­menn­irn­ir velta fyr­ir sér mögu­legri skýr­ingu á þess­um tengsl­um og segja notk­un tákn­anna geta verið hluti af sam­skiptamiðaðri stefnu nars­iss­ist­ans sem hverf­ist um sjálf­skynn­ingu og áhrifa­stjórn­un, eitt­hvað sem er týpískt fyr­ir nars­iss­ista.

Psychology Today

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda