Samband eða ástand?

Sambandsráðgjafinn Sarah Kelleher segir að sambönd fólks í dag séu …
Sambandsráðgjafinn Sarah Kelleher segir að sambönd fólks í dag séu ekki jafn klippt og skorin og áður fyrr, oft séu einstaklingar óöruggir um hvort þeir séu í sambandi og að einhverjum þörfum sé fullnægt en ekki öllum. Pablo Heimplatz/Unsplash

Þið hafið verið að skrif­ast á, hitt­ast og kannski hef­urðu hitt hund­inn hans. En samt hef­ur hvor­ugt ykk­ar skil­greint hvað ná­kvæm­lega sé í gangi á milli ykk­ar. Þetta er flækj­u­stigið sem oft mynd­ast við fyrstu kynni ein­stak­linga sem laðast hvor að öðrum – á kyn­ferðis­leg­an eða róma­tísk­an máta.

Í grein Cos­mopolit­an kall­ast þetta ekki „sam­band“ (e. relati­ons­hip) held­ur „ástand“ (e. situati­ons­hip).

„Ástand end­ur­spegl­ar hvernig stefnu­mót í dag snú­ast oft minna um skýra merkimiða og meira um blæ­brigði og til­finn­inga­leg­an spuna,“ út­skýr­ir sam­bands­ráðgjaf­inn Sarah Kell­eher.

Hún seg­ir að hug­takið um ástand hafi byrjað upp úr alda­mót­un­um síðustu en farið á flug í kór­óna­veirufar­aldr­in­um, þegar fólk sótti stöðugt í nánd án skudbind­ing­ar. Mann­eskj­an er að fullu geng­in inn í tíma­bil „gráa svæðis­ins“ í stefnu­móta­heim­in­um.

Þið farið á stefnumót, út að borða og í bíó, …
Þið farið á stefnu­mót, út að borða og í bíó, en samt er eitt­hvert óör­yggi um hver raun­veru­leg skuld­bind­ing sé. René Ran­isch/​Unsplash

Merki um ástand en ekki sam­band

Þið hangið sam­an og sendið hvort öðru efni í gegn­um sam­fé­lags­miðla en þegar kem­ur að því að skil­greina sam­bandið, þá geng­ur það ekki upp. Sam­kvæmt Kell­eher fela sam­veru­stund­irn­ar oft í sér mikla nánd, lík­am­lega eða til­finn­inga­lega, án mik­ils sam­tals.

Ef hvor­ugt ykk­ar nefnið „sam­band“ þá eruð þið lík­lega ekki í slíku, að sögn Kell­eher.

Önnur merki um að þið séuð ekki í sam­bandi geta verið þau að þið verjið stund­um sam­an án þess að plana þær um of, oft ákveðið með skömm­um fyr­ir­vara að hitt­ast og stund­irn­ar vara í styttri tíma.

Kynferðislegum þörfum er iðulega fullnægt þótt fólk sé ekki í …
Kyn­ferðis­leg­um þörf­um er iðulega full­nægt þótt fólk sé ekki í sam­bandi, hins veg­ar skort­ir á sam­skipt­in. We-Vibe Toys/​Unsplash

Þið eruð ekki þátt­tak­end­ur í lífi hvors ann­ars en hafið ekki hitt nán­asta hring, fjöl­skyldu og vini, hvort ann­ars.

Það get­ur verið að þið séuð ekki á sömu síðu varðandi hversu hratt eigi að fara í hlut­ina eða hvort eigi að þróa sam­bandið yfir höfuð og þú velt­ir stans­laust fyr­ir þér hvar þú stand­ir með viðkom­andi.

Af­brýðisem­in er til staðar án þess að vera nokk­urn tím­ann rædd og mót­leik­ar­inn mæt­ir ákveðinni þörf hjá þér en ekki öll­um þínum þörf­um. Ástand er þegar þið eruð föst í 70% en náið aldrei lengra en það. 

„Í aðstæðunum end­ar þú á að sætta þig við nóg til að halda áfram að vona, ef þarf­ir þínar eru stöðugt óupp­fyllt­ar, að und­an­skyld­um þeim kyn­ferðis­legu, þá er þetta ástand.“

Cos­mopolit­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda