Þið hafið verið að skrifast á, hittast og kannski hefurðu hitt hundinn hans. En samt hefur hvorugt ykkar skilgreint hvað nákvæmlega sé í gangi á milli ykkar. Þetta er flækjustigið sem oft myndast við fyrstu kynni einstaklinga sem laðast hvor að öðrum – á kynferðislegan eða rómatískan máta.
Í grein Cosmopolitan kallast þetta ekki „samband“ (e. relationship) heldur „ástand“ (e. situationship).
„Ástand endurspeglar hvernig stefnumót í dag snúast oft minna um skýra merkimiða og meira um blæbrigði og tilfinningalegan spuna,“ útskýrir sambandsráðgjafinn Sarah Kelleher.
Hún segir að hugtakið um ástand hafi byrjað upp úr aldamótunum síðustu en farið á flug í kórónaveirufaraldrinum, þegar fólk sótti stöðugt í nánd án skudbindingar. Manneskjan er að fullu gengin inn í tímabil „gráa svæðisins“ í stefnumótaheiminum.
Þið hangið saman og sendið hvort öðru efni í gegnum samfélagsmiðla en þegar kemur að því að skilgreina sambandið, þá gengur það ekki upp. Samkvæmt Kelleher fela samverustundirnar oft í sér mikla nánd, líkamlega eða tilfinningalega, án mikils samtals.
Ef hvorugt ykkar nefnið „samband“ þá eruð þið líklega ekki í slíku, að sögn Kelleher.
Önnur merki um að þið séuð ekki í sambandi geta verið þau að þið verjið stundum saman án þess að plana þær um of, oft ákveðið með skömmum fyrirvara að hittast og stundirnar vara í styttri tíma.
Þið eruð ekki þátttakendur í lífi hvors annars en hafið ekki hitt nánasta hring, fjölskyldu og vini, hvort annars.
Það getur verið að þið séuð ekki á sömu síðu varðandi hversu hratt eigi að fara í hlutina eða hvort eigi að þróa sambandið yfir höfuð og þú veltir stanslaust fyrir þér hvar þú standir með viðkomandi.
Afbrýðisemin er til staðar án þess að vera nokkurn tímann rædd og mótleikarinn mætir ákveðinni þörf hjá þér en ekki öllum þínum þörfum. Ástand er þegar þið eruð föst í 70% en náið aldrei lengra en það.
„Í aðstæðunum endar þú á að sætta þig við nóg til að halda áfram að vona, ef þarfir þínar eru stöðugt óuppfylltar, að undanskyldum þeim kynferðislegu, þá er þetta ástand.“