Samningaviðræðnalest án Ástráðs Haraldssonar

Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is.
Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is. Ljósmynd/Kári Sverriss

Sum­arið er tími ástar­inn­ar og hinar björtu sum­ar­næt­ur bjóða upp á stemn­ingu sem hvergi er að finna ann­ars staðar í heim­in­um. Það er því ekki skrýtið að fólk vilji láta inn­múra ást sína í birtu og yl með fugla­söng í bak­grunni.

Flest­ir gera það eft­ir nokk­urra ára ástar­sam­band eða þegar reynt hef­ur aðeins á sam­bandið. Það get­ur verið heil­mikið mál að skipu­leggja brúðkaup. Það kost­ar pen­inga að gifta sig ef slá á upp stórri veislu og það er mik­il­vægt að til­von­andi hjón­in séu nokkuð sam­mála um í hvað eigi að eyða og hvað eigi að spara. Hverj­um eigi að bjóða og þar fram eft­ir göt­un­um. Hjóna­band er í raun samn­ingaviðræðnalest án Ástráðs Har­alds­son­ar sátta­semj­ara. Hjón þurfa á hverj­um degi að taka ákv­arðanir sem þurfa að vera í fullu sam­ráði og í sátt.

Ég er svo lán­söm að hafa fundið ást­ina og gifst henni á fal­leg­um sum­ar­degi fyr­ir nokkr­um árum. Þótt ást­in sé sterk og ég viti að hann myndi í al­vöru ganga inn í brenn­andi hús til að bjarga lífi mínu, þá sýður stund­um upp úr. Sem er í raun mjög ósann­gjarnt af minni hálfu þar sem hann hef­ur reynst mér betri en eng­inn frá fyrsta degi sam­bands­ins.

Um dag­inn brjálaðist ég yfir litl­um og ómerki­leg­um hlut sem gerði það að verk­um að ég gólaði á hann í talskila­boðum. Sem er óvana­legt. Ég þoli ekki talskila­boð og opna þau yf­ir­leitt ekki ef mér eru send slík skila­boð. Hann var ekki ánægður með þessa send­ingu og þegar mér var runn­in reiðin spurði hann mig hvort við gæt­um fækkað þess­um rifr­ild­um eitt­hvað. Hann var bú­inn að reikna það út að þris­var á ári fari allt á hliðina á milli okk­ar.

„Meðal­ald­ur fólks er 83 ár. Ef við erum lán­söm eig­um við eft­ir að eiga 30 góð ár sam­an og ef við ríf­umst heift­ar­lega þris­var á ári þá ger­ir það 90 skipti í heild­ina. Ertu ekki sam­mála mér um að við þyrft­um að reyna að fækka þess­um skipt­um?“ sagði hann og tók utan um mig.

Auðvitað var ég sam­mála því. Það er ekk­ert eins glatað og að vera upp á kant við leiðtoga lífs­ins.

Þegar búið var að setja rifr­ildi síðasta ára­tug­ar upp í graf kom í ljós að rifr­ildi aukast þegar streita fer yfir hættu­mörk vegna vinnu. Rifr­ildi snar­minnka í frí­um og þegar við fáum tíma til að vera tvö ein í friði. Reynd­ar hef­ur rifr­ild­um farið fækk­andi með ár­un­um. Ætli tím­inn hjálpi fólki ekki að skilja hvort annað, ef karl get­ur ein­hvern tím­ann skilið konu og öf­ugt.

Reynsl­an hef­ur að minnsta kosti kennt mér að oft er betra að þegja. Sumt sem ger­ist er svo mikið smá­mál að það er betra að minn­ast alls ekki á það. Eins og til dæm­is þegar maður­inn minn fékk and­lit­skremið mitt lánað til að bera á þurra fæt­ur og fór svo úr hjóna­rúm­inu inn á bað með þeim af­leiðing­um að leif­arn­ar af and­lit­skrem­inu stimpluðust við gólfið með fal­leg­um fót­spor­um. Þetta gerðist um pásk­ana og ég ákvað að vera ekk­ert að minn­ast á þetta. Stuttu síðar voru and­lit­skrema­fót­spor­in horf­in af par­ket­inu. Hann hafði komið auga á þetta sjálf­ur, enda með nokkuð góða sjón.

Þegar páska­tert­an, sem ég hafði varið drjúg­um tíma í að baka, rann út af kökudiski og beint í gólfið og ég varð miður mín sagði hann að þetta skipti engu máli. „Við þurf­um eng­an eft­ir­rétt. Erum við ekki búin að borða nóg af súkkulaði?“

Það sem ég hef lært er að hjón þurfa sinn eig­in tíma þar sem skemmti­dag­skrá er eng­in. Fólk þarf oft meiri tíma til að anda – ekki ólíkt öll­um Hjalla­stefnu­börn­un­um sem hafa kjarnað sig í gegn­um tíðina. Alla­vega ef mark­miðið er að fækka rifr­ild­um næstu 30 ára um 47% eða svo.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda