Þykist vera vegan í vinnunni

Ein getur bara borðað vegan mat í vinnunni og ekkert …
Ein getur bara borðað vegan mat í vinnunni og ekkert annað. Ljósmynd/Colourbox

Sum­ir ljúga og aðrir ekki. Rann­sókn­ir hafa sýnt að fólk er farið að ljúga meira í dag en áður og að baki liggja marg­ar ástæður.

„Við ljúg­um til þess að passa í hóp­inn, fá at­hygli, forðast átök og til að fela okk­ur. Við erum stöðugt að dansa á ein­hverri línu sam­fé­lags­ins um að þurfa að segja satt en vilja samt ekki rugga bátn­um. Vera sönn en samt ekki of óreiðukennd,“ seg­ir Fox We­ber at­ferl­is­fræðing­ur í viðtali við The Styl­ist.

Í til­efni af því fór vef­ritið á stúf­ana og fann til tutt­ugu kon­ur sem deildu með les­end­um all­ar þær stærstu lyg­ar sem þær hafa sagt öðrum.

Bara veg­an í vinn­unni

„Ég laug að öll­um í vinn­unni að ég væri veg­an. Ég hef því bara borðað veg­an mat í vinn­unni síðustu áriun. Ég byrjaði á þessu til þess að auka á fjöl­breytn­inni í mötu­neyt­inu en nú halda all­ir að ég sé veg­an. All­ir vin­ir mín­ir utan vinn­unn­ar vita af þess­ari lygi og gera grín að mér. En ég get ekki breytt þessu úr því sem komið er!“

Átti leynikær­asta

„Ég átti kær­asta í þrjú ár og fjöl­skyld­an mín vissi aldrei af hon­um. Mamma var alltaf að spyrja um ástar­líf mitt en ég sagðist ekki hafa áhuga á að kynn­ast nein­um. Ég var viss um að for­eldr­ar mín­ir myndu hata hann og viðhélt því lyg­inni í fleiri ár.“

Sagðist elska hann

„Ég var í sam­bandi við mann í heilt ár og laug að ég elskaði hann. Ég gerði það ekki. Ég var bara ekki á góðum stað en hann tikkaði í öll box. Ég bara var ekki hrif­in af hon­um og sagðist ít­rekað elska hann í heilt ár. Ég vildi bara ekki vera ein.“

Lýg alltaf um hvaða flokk ég kýs

„Það er alltaf gert ráð fyr­ir að maður aðhyll­ist ein­um eða öðrum flokki og sér­stak­lega fyr­ir mig á þrítugs­aldri þá gera all­ir ráð fyr­ir að ég sé vinstri sinnuð. Það er ég ekki en það er litið horn­auga á það að vera íhalds­söm. Ég seg­ist alltaf kjósa til vinstri þó ég geri það ekki.“

Ég hata eig­in­mann vin­konu minn­ar

„Ég þoli ekki mann­inn sem vin­kona mín er með. Mér finnst hann fá­viti en ég þyk­ist kunna vel við hann og hlæ að brönd­ur­un­um hans.“

Ég lýg um bótoxið

„Ég segi kær­ast­an­um mín­um ekki frá bótox­inu. Hann held­ur að þetta sé því ég hugsa svo vel um húðina. Ég ver mikl­um fjár­mun­um í þetta og við erum að fara að gera upp húsið. Ég ætla ekki að segja hon­um frá þess­um til­tekna út­gjaldalið.“

Lýg um smokka

„Þegar ég fer til kven­sjúk­dóma­lækn­is seg­ist ég alltaf nota smokka. Ég vil ekki vera skömmuð.“

Lýg um laun­in

„Ég seg­ist alltaf vera með lægri laun til þess að falla bet­ur í vina­hóp­inn. Ég fæ svo mikið sam­visku­bit að vera svona góð laun og vil ekki skapa nún­ing. Laun­in mín eru tvö­falt hærri og ég vil ekki að þau komi öðru­vísi fram við mig.“

Segi að hann hafi ekk­ert fitnað

Ég segi kær­ast­an­um mín­um alltaf að hann hafi ekk­ert fitnað. Þó hann sé að fitna. Þetta fær mjög mikið á hann og hann er mjög meðvitaður um eig­in þyngd. Ég vil ekki særa hann.

Bjó til kær­asta

„Ég hef verið ein­hleyp allt mitt líf og það get­ur verið ein­mana­legt. Ég bjó því til gervikær­asta svo að fólk vor­kenndi mér ekki. Þetta er erfið lygi að viðhalda og mjög neyðarlegt ef kæm­ist upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda