Sumir ljúga og aðrir ekki. Rannsóknir hafa sýnt að fólk er farið að ljúga meira í dag en áður og að baki liggja margar ástæður.
„Við ljúgum til þess að passa í hópinn, fá athygli, forðast átök og til að fela okkur. Við erum stöðugt að dansa á einhverri línu samfélagsins um að þurfa að segja satt en vilja samt ekki rugga bátnum. Vera sönn en samt ekki of óreiðukennd,“ segir Fox Weber atferlisfræðingur í viðtali við The Stylist.
Í tilefni af því fór vefritið á stúfana og fann til tuttugu konur sem deildu með lesendum allar þær stærstu lygar sem þær hafa sagt öðrum.
„Ég laug að öllum í vinnunni að ég væri vegan. Ég hef því bara borðað vegan mat í vinnunni síðustu áriun. Ég byrjaði á þessu til þess að auka á fjölbreytninni í mötuneytinu en nú halda allir að ég sé vegan. Allir vinir mínir utan vinnunnar vita af þessari lygi og gera grín að mér. En ég get ekki breytt þessu úr því sem komið er!“
„Ég átti kærasta í þrjú ár og fjölskyldan mín vissi aldrei af honum. Mamma var alltaf að spyrja um ástarlíf mitt en ég sagðist ekki hafa áhuga á að kynnast neinum. Ég var viss um að foreldrar mínir myndu hata hann og viðhélt því lyginni í fleiri ár.“
„Ég var í sambandi við mann í heilt ár og laug að ég elskaði hann. Ég gerði það ekki. Ég var bara ekki á góðum stað en hann tikkaði í öll box. Ég bara var ekki hrifin af honum og sagðist ítrekað elska hann í heilt ár. Ég vildi bara ekki vera ein.“
„Það er alltaf gert ráð fyrir að maður aðhyllist einum eða öðrum flokki og sérstaklega fyrir mig á þrítugsaldri þá gera allir ráð fyrir að ég sé vinstri sinnuð. Það er ég ekki en það er litið hornauga á það að vera íhaldssöm. Ég segist alltaf kjósa til vinstri þó ég geri það ekki.“
„Ég þoli ekki manninn sem vinkona mín er með. Mér finnst hann fáviti en ég þykist kunna vel við hann og hlæ að bröndurunum hans.“
„Ég segi kærastanum mínum ekki frá bótoxinu. Hann heldur að þetta sé því ég hugsa svo vel um húðina. Ég ver miklum fjármunum í þetta og við erum að fara að gera upp húsið. Ég ætla ekki að segja honum frá þessum tiltekna útgjaldalið.“
„Þegar ég fer til kvensjúkdómalæknis segist ég alltaf nota smokka. Ég vil ekki vera skömmuð.“
„Ég segist alltaf vera með lægri laun til þess að falla betur í vinahópinn. Ég fæ svo mikið samviskubit að vera svona góð laun og vil ekki skapa núning. Launin mín eru tvöfalt hærri og ég vil ekki að þau komi öðruvísi fram við mig.“
Ég segi kærastanum mínum alltaf að hann hafi ekkert fitnað. Þó hann sé að fitna. Þetta fær mjög mikið á hann og hann er mjög meðvitaður um eigin þyngd. Ég vil ekki særa hann.
„Ég hef verið einhleyp allt mitt líf og það getur verið einmanalegt. Ég bjó því til gervikærasta svo að fólk vorkenndi mér ekki. Þetta er erfið lygi að viðhalda og mjög neyðarlegt ef kæmist upp.“