Hvernig á að kveikja á lönguninni?

Er hægt að gera eitthvað sérstakt til að kveikja meiri …
Er hægt að gera eitthvað sérstakt til að kveikja meiri kynlöngun? We-Vibe/Unsplash

Vitað er að kyn­líf fólks er mis­jafnt og að kon­ur eiga oft­ar en ekki erfitt með að fá það með öðrum. Rann­sókn­ir sýna að kon­ur fá full­næg­ingu í aðeins 30% til­fella þegar þær stunda bólfimi með öðrum en í 92% til­fella þegar þær eru ein­ar.

Marg­ir eiga það til að láta hug­ann reika eða trufl­ast þegar stundað er kyn­líf með öðrum sem ger­ir það að verk­um að erfiðara er að fá það. 

Lækn­ir­inn Anna Hus­hlak og Bill­ie Quin­l­an hafa búið til appið Fer­ly og gefið út bók­ina Turn Your­self On, sem leiðar­vís­ir um það hvernig má umbreyta sam­bandi manns við kyn­líf og hjálpa fólki að tengj­ast sjálfu sér bet­ur og finna út hvað virk­ar og hvað virk­ar ekki fyr­ir það.

„Okk­ur er kennt að læra inn á lík­ama annarra áður en við ein­beit­um okk­ur að eig­in lík­ama. Þetta á einkum við um kon­ur, þeim er ekki kennt að gott kyn­líf byrj­ar hjá manni sjálf­um. Maður þarf að vita hvað kveik­ir í manni og það bæt­ir allt kyn­líf. Þá skipt­ir máli að geta sagt hvað það er sem maður vill fá út úr kyn­líf­inu. Sam­skipti eru mjög mik­il­væg,“ seg­ir Hus­hlak í viðtali við The Styl­ist.

„Kyn­líf er meira en bara kyn­líf. Það snýst líka um hver maður er og hver sjálfs­virðing manns er. Kyn­heilsa snýst um lík­am­lega heilsu sem og til­finn­inga­lega og and­lega heilsu. Marg­ir sjá kyn­líf samt ekki í þessu ljósi og marg­ir upp­lifa skömm tengda kyn­lífi.“

„Það að vita hvað æsir mann er á manns eig­in ábyrgð og vald­efl­ir mann. Maður verður ör­ugg­ari og fær­ari,“ bæt­ir Quin­l­an við. 

Það er til dæm­is gott að hafa það hug­fast að til séu þrjár gerðir löng­un­ar sem tengj­ast hvat­vísi, svör­un og sam­hengi.

„Hvat­vís­in er eins og ljós­rofi sem kvikn­ar á. Maður finn­ur til greddu án nokk­urs fyr­ir­vara eða beinn­ar örvun­ar. Þetta sjá­um við mikið í klám­mynd­um og sam­fé­lag­inu og fær okk­ur til þess að trúa því að það eigi að vera hægt að kveikja á okk­ur fyr­ir­vara­laust eins og tæki sem er síður en svo málið þegar kem­ur að kyn­lífi kvenna.“

„Löng­un sem teng­ist svör­un á við um það þegar maður þarf að sjá, lesa eða heyra eitt­hvað til þess að örva mann. For­leik­ur­inn skipt­ir þar höfuð máli.“

„Löng­un sem snýr að sam­hengi á við um þá sem örv­ast í ákveðnu um­hverfi. Þegar þau upp­lifa að um­hverfið sé ör­uggt og stöðugt þá geta þau sleppt af sér beisl­inu. Mörg­um finnst t.d. ekki æs­andi til­hugs­un að stunda kyn­líf þegar það á eft­ir að taka til.“

Nokk­ur góð ráð:

„Byrjaðu smátt og búðu til lista yfir allt sem þér lík­ar og lík­ar ekki. T.d. þegar ég er leið þá þarf ég þetta... þegar ég er spennt þá þarf ég þetta o.s.frv. Þegar maður er með grunnþarf­ir sín­ar á hreinu þá fær­ir maður sig út í eitt­hvað ná­kvæm­ara eins og t.d. „þegar ég á erfitt með að hafa frum­kvæði að kyn­lífi þá er það þetta sem hjálp­ar að koma mér í gír­inn eða þegar ég er óör­ugg með lík­amann þá vil ég láta snerta mig svona. Þessi æf­ing hjálp­ar okk­ur síðar til þess að tjá öðrum hvað við vilj­um í kyn­líf­inu.“

„Reyndu einnig að bera kennsl á það sem er letj­andi og hvetj­andi. Finndu til allt sem vek­ur hjá þér kennd­ir og punktaðu þær niður. Kannski finnst þér erfitt að stunda kyn­líf seint á kvöld­in og þú ferð að hafa áhyggj­ur af því að ná ekki gæðasvefni. Kannski er þá betra að stunda kyn­líf á morgn­ana.“

„Þá má ekki van­meta góðar ástar­sög­ur, hljóðbæk­ur og klám. Þannig færðu hug­mynd­ir og leyf­ir hug­an­um að reika og kanna nýj­ar slóðir í ör­uggu rými án þess að þurfa endi­lega að fram­kvæma hug­mynd­irn­ar. Kannski örv­astu af til­hugs­un­inni um að vera með mörg­um á sama tíma en mynd­ir ekki endi­lega vilja gera það en það er spenn­andi og í lagi að leyfa sér að fantasera um það.“

„Streita dreg­ur úr allri kyn­lífslöng­un og kem­ur í veg fyr­ir að við náum að örv­ast. Þegar svo er er mik­il­vægt að til­einka sér nú­vit­und. Finna leiðir til þess að vera í nú­inu. Ein góð leið er að kort­leggja lík­ama sinn til þess að tengj­ast hon­um. Draga skal djúpt and­ann og hlusta á lík­amann. Hvaða staðir lík­am­ans tengj­ast nautn? Hvað læt­ur þér líða vel og finna til ró­semd­ar? Eru ein­hver svæði sem þú teng­ir við áföll? Þá er hægt að nota eig­in fing­ur og leita að þess­um ánægju­stöðum á lík­am­an­um. Lyk­ill­inn felst í því að finna hvernig lík­am­an­um líður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda