„Í endurminningunni er bjarmi yfir þessum degi“

Kristinn og Anna Margrét á brúðkaupsdaginn.
Kristinn og Anna Margrét á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Aðsend

Ástar­saga Önnu Mar­grét­ar Guðjóns­dótt­ur og Krist­ins Ágústs Friðfinns­son­ar er hjart­næm og hríf­andi og teyg­ir sig tæp 50 ár aft­ur í tím­ann, eða þegar þau kynnt­ust í bíl á leið á dans­leik og skemmti- og veit­ingastaðnum Silf­ur­tungl­inu, sem þá var og hét, árið 1978.

Parið gekk í hjóna­band í lok þess sama árs, þann 30. des­em­ber 1978, og sam­an hafa þau gengið um lífs­ins veg og átt bless­un­ar­ríkt líf.

Anna Mar­grét hjúkr­un­ar­fræðing­ur og Krist­inn Ágúst, fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur, sáttamiðlari og fyr­ir­les­ari, hafa komið sér upp skemmti­legri hefð en á tíu ára fresti stilla þau sér upp og end­ur­gera brúðkaups­mynd­ina sína.

Hjónavígslan var haldin á heimili foreldra Önnu Margrétar í Bakkagerði …
Hjóna­vígsl­an var hald­in á heim­ili for­eldra Önnu Mar­grét­ar í Bakka­gerði 1. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað heillaði í fari hvort ann­ars?

„Mér fannst hún svo gull­fal­leg að ég varð orðlaus, end­an­lega bræddi brosið mig og svo var hún svo skemmti­leg,“ seg­ir Krist­inn. ,,Ég fann strax að hann var traust­ur, skemmti­leg­ur og vel gef­inn,“ svar­ar Anna Mar­grét.

Hvað voruð þið búin að vera lengi sam­an þegar þið trú­lofuðust?

„Við vor­um búin að vera sam­an í fimm mánuði þegar við trú­lofuðum okk­ur í kvöld­húmi fal­legs júlí­dags 1978 í garðinum við hvítu márísku höll­ina í Tív­olí í Kaup­manna­höfn. Síðan er staður­inn okk­ur heil­ag­ur reit­ur og við vitj­um hans þegar við erum í borg­inni við sundið. Það er gott að eiga hann vís­an og hann á líka ráðandi eign­ar­hlut í okk­ur.“

Kom bón­orðið á óvart?

„Við vor­um orðin svo ná­tengd að þetta gerði sig sjálft. Ekk­ert var sjálf­sagðara en að koma formi á ást­ina. Hún var kom­in til að vera.“

Anna Margrét og Kristinn ásamt börnum sínum, Melkorku Mjöll, Kolbeini …
Anna Mar­grét og Krist­inn ásamt börn­um sín­um, Mel­korku Mjöll, Kol­beini Karli, Magnúsi Má og Friðfinni Frey. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig var brúðkaups­dag­ur­inn?

„Hann var fyllt­ur bæði spennu og sælu. Í end­ur­minn­ing­unni er bjarmi yfir þess­um degi.“

Hvað stóð upp úr?

„Að við vor­um allt í einu um­vaf­in vin­um, ætt­ingj­um og gull­fal­leg­um söng Há­skóla­kórs­ins. Sam­fé­lag og tengsl hafa síðan reynst okk­ur hald­bestu bök­un­ar­efn­in í ham­ingju­bakstr­in­um.“

Blaðamaður varð að sjálf­sögðu að for­vitn­ast um lyk­il­inn að lang­lífu hjóna­bandi.

„Já, það er þol­in­mæði, sam­eig­in­leg áhuga­mál, upp­byggi­leg skoðana­skipti, húm­or, ást án skil­yrða og að vera ekki með sjálf­an sig á heil­an­um.“

Á staðnum þar sem þau trúlofuðu sig.
Á staðnum þar sem þau trú­lofuðu sig. Ljós­mynd/​Aðsend

„Með því minn­um við okk­ur ræki­lega á heit okk­ar“

Vig­fús Sig­ur­geirs­son, ljós­mynd­ari og kvik­mynda­tökumaður, á heiður­inn af brúðkaups­mynd­inni, en hún var tek­in á heim­ili for­eldra Önnu Mar­grét­ar í Bakka­gerði 1 að lok­inni hjóna­vígslunni.

Hver er hug­mynd­in á bak við að taka brúðkaups­mynd­ina á tíu ára fresti og á sama stað?

„Með því minn­um við okk­ur ræki­lega á heit okk­ar hvors gagn­vart öðru í Dóm­kirkj­unni í lok des­em­ber 1978 og rifj­um upp gleðidag­ana í faðmi vina og ætt­ingja.“

Hér má sjá hjónin endurgera brúðkaupsmyndina sína árið 2000.
Hér má sjá hjón­in end­ur­gera brúðkaups­mynd­ina sína árið 2000. Ljós­mynd/​Aðsend

Nú hafið þið end­ur­nýjað brúðkaups­heitið einu sinni í kirkj­unni. Af hverju ákváðuð þið að gera það?

„Við höfðum staðið í þrosk­andi öldu­róti eins og geng­ur og ger­ist í þessu lífi. Fjöl­skyld­an hafði gengið í gegn­um erfið veik­indi og svo þurft­um við að líða fyr­ir af­drifa­rík mis­tök kirkj­unn­ar. Þó þetta hafi ekki gerst á vakt Agnes­ar bisk­ups kom að því að hún með form­leg­um hætti baðst af­sök­un­ar fyr­ir hönd þjóðkirkj­unn­ar.

Í þess­um aðstæðum vild­um við enn og aft­ur hlýða á boðskap trú­ar­inn­ar og strengja þess heit í votta viðurvist að ganga sam­an og hald­ast í hend­ur hvað svo sem biði okk­ar. Það reynd­ist sann­ar­lega vel.“

Stefnið þið að því að end­ur­nýja heit­in aft­ur?

„Hver veit?“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda