Sér ekki sólina fyrir sínum heittelskaða

Snorri Steinn Þórðarson og Ragnhildur Þórðardóttir eru mikið ævintýrafólk.
Snorri Steinn Þórðarson og Ragnhildur Þórðardóttir eru mikið ævintýrafólk. Skjáskot/Instagram

Ragn­hild­ur Þórðardótt­ir, bet­ur þekkt sem Ragga nagli, fer ekki leynt með það hver á af­mæli í dag. Eig­inmaður henn­ar, Snorri Steinn Þórðar­son arki­tekt, fagn­ar fimm­tugsaf­mæli sínu í dag og birti „nagl­inn“ langa færslu á Face­book-síðu sinni til heiðurs af­mæl­is­barn­inu.

Ragn­hild­ur og Snorri Steinn hafa verið sam­an um ára­bil og eiga margt sam­eig­in­legt, en hjón­in elska fátt meira en að ferðast og reyna að fara í eina stóra ferð, helst á nýj­ar og fram­andi slóðir, á hverju ári.

„Nagla­bónd­inn er fimm­tug­ur í dag!

Nagl­inn hef­ur for­eldra hans grunaða að hafa búið hann til í petrídisk á til­rauna­stofu, því hann er dá­sam­leg­asta ein­tak af mann­veru og bú­inn ein­stök­um mann­kost­um.

Alltaf glaður. Þol­in­móður. Traust­ur. Vinaræk­inn. Stund­vís. Sam­visku­sam­ur. Traust­ur. Fynd­inn. Hlýr. Róm­an­tísk­ur. Hand­lag­inn.

Stór­kost­lega flink­ur arki­tekt sem hef­ur hannað meist­ara­verk bæði á Íslandi og í Dan­mörku.

Rækt­ar vina­netið sitt af alúð.

Hall­mæl­ir aldrei nokkr­um manni.

Aldrei af­brýðis­sam­ur eða öf­und­sjúk­ur.

Aldrei reiður.

Stolt­ur af konu sinni og sam­gleðst í vel­gengni en styður í mótvindi.

Það eru for­rétt­indi að eld­ast og þrosk­ast sam­an í gegn­um lífið og fagna hverju ári og hverj­um ára­tug.

Til ham­ingju með af­mælið, ást­in mín,“ skrif­ar Ragga. 

Smart­land ósk­ar af­mæl­is­barn­inu hjart­an­lega til ham­ingju með stóraf­mælið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda