„Hann trúir að hann sé æðri öðrum“

Narsissistar skilja einfaldlega ekki áhrifin sem hegðun þeirra hefur á …
Narsissistar skilja einfaldlega ekki áhrifin sem hegðun þeirra hefur á aðra, samkvæmt grein á vef Web MD. Sander Sammy/Unsplash

Nars­issismi er öfga­kennd sjálf­hverfa, að því marki að ein­stak­ling­ur­inn huns­ar þarf­ir allra í kring­um sig. Þótt hver og einn geti hegðað sér á nars­iss­ísk­an máta af og til, virða sann­ir nars­iss­ist­ar þarf­ir annarra og til­finn­ing­ar mjög oft að vett­ugi. Þeir ein­fald­lega skilja ekki áhrif­in sem hegðun þeirra hef­ur á aðra.

Á vef Web MD, sem veit­ir frétt­ir og upp­lýs­ing­ar um heilsu og vel­ferð, lyf og heil­brigðisþjón­ustu, er nars­iss­isma gerð góð skil.   

Þar seg­ir að nars­issismi geti verið ákveðin ein­kenni en einnig hluti af stærri per­sónu­leikarösk­un (NPD). „Ekki eru all­ir nars­iss­ist­ar með nars­iss­íska per­sónu­leikarösk­un þar sem nars­issismi er lit­róf.“ 

Sá sem er í nánum samskiptum narsissista verður eins og …
Sá sem er í nán­um sam­skipt­um nars­iss­ista verður eins og strengja­brúða hans. János Venczák/​Unsplash

Í grein­inni seg­ir að nars­issismi sé ekki per­sónugalli held­ur geðrösk­un og fólk með slíka rösk­un get­ur ómögu­lega átt ánægju­leg sam­bönd. Það er oft heill­andi og vin­gjarn­legt til að byrja með og pass­ar sig á að sýna ekki nei­kvæða hegðun strax, sér­stak­lega í sam­bönd­um. Nars­iss­ist­ar um­kringja sig fólki sem nær­ir egóið þeirra og byggja upp sam­bönd til að styrkja hug­mynd­ir sín­ar um sjálfa sig.

Það fæðist eng­inn nars­iss­isti og eru or­sak­ir þess­ar­ar rösk­un­ar ekki að fullu kunn­ar. Hins veg­ar, líkt og með aðrar geðrask­an­ir, er hægt að tengja hana við um­hverfið. 

„Börn sem eru hvött til að trúa því að þau séu óvenju­leg og eigi alltaf það besta skilið, jafn­vel á kostnað annarra, geta þróað með sér nars­iss­íska per­sónu­leikarösk­un. Eig­in­leik­ar eins og sjálfs­traust eru verðlaunaðir þegar þau vaxa úr grasi, en eig­in­leik­ar eins og sam­kennd eru það ekki. Áföll eða van­ræksla í æsku geta einnig leitt til nars­iss­isma.“

„Það fæðist enginn narsissisti og eru orsakir þessarar röskunar ekki …
„Það fæðist eng­inn nars­iss­isti og eru or­sak­ir þess­ar­ar rösk­un­ar ekki að fullu kunn­ar. Hins veg­ar, líkt og með aðrar geðrask­an­ir, er hægt að tengja hana við um­hverfið.“ Annie Spratt/​Unsplash

Fimm al­geng merki um nars­iss­isma

Sam­kvæmt grein­inni er það þekkt að nars­iss­ist­ar sæki sér yf­ir­leitt ekki aðstoðar og hægt er að taka eft­ir ákveðinni hegðun hjá fólki sem er típýsk fyr­ir nars­iss­ista.

Að vera rétt­inda­meiri en aðrir. Al­gengt merki um að ein­stak­ling­ur sé nars­iss­isti er að hann trú­ir að hann sé æðri öðrum og eigi rétt á sér­stakri meðferð. Nars­iss­ist­inn trú­ir að aðrir eigi að beygja sig und­ir lang­an­ir hans og ósk­ir og að regl­ur eigi ekki við um hann.

Stjórn­semi. Annað ein­kenni nars­iss­isma er stjórn­andi hegðun, sem oft kem­ur aft­an að fólki, því í byrj­un reyn­ir nars­iss­ist­inn að þókn­ast þér og heilla þig. Þegar líður á sam­bandið fer allt að snú­ast um þarf­ir nars­iss­ist­ans. Hann reyn­ir einnig að halda fólki í fjar­lægð til að viðhalda stjórn. Hann not­ar fólk til að fá eitt­hvað fyr­ir sjálf­an sig.

Stjórnandi hegðun narsissistans getur gert fórnarlambið að skugganum einum saman.
Stjórn­andi hegðun nars­iss­ist­ans get­ur gert fórn­ar­lambið að skugg­an­um ein­um sam­an. Stacey Koenitz/​Unsplash

Þörf fyr­ir aðdáun. Nars­iss­ist­inn hef­ur stöðuga þörf fyr­ir hrós eða aðdáun og þarf sí­fellda staðfest­ingu frá öðrum. Hann mont­ar sig oft á af­rek­um sín­um til að fá viður­kenn­ingu og með slíkri aðdáun er egóið hans nært.

Skort­ur á sam­kennd. Nars­iss­ist­inn vill ekki eða get­ur ekki sýnt þörf­um, löng­un­um eða til­finn­ing­um annarra til­lits­semi og skort­ir sam­kennd með öðru fólki, sem ger­ir hon­um einnig erfitt fyr­ir að taka ábyrgð á eig­in hegðun. 

Hroki. Nars­iss­ist­inn upp­lif­ir sjálf­an sig sem æðri öðrum. Hann get­ur orðið dóna­leg­ur eða of­beld­is­full­ur þegar hann fær ekki þá meðferð sem hon­um finnst hann eiga skilið. Hann gæti talað eða látið dóna­lega gagn­vart þeim sem hann tel­ur óæðri hon­um sjálf­um.

Narsissistinn er yfirleitt góður í fyrstu en með tímanum munu …
Nars­iss­ist­inn er yf­ir­leitt góður í fyrstu en með tím­an­um munu þarf­ir hans alltaf hafa for­gang, sam­kvæmt Web MD, og eft­ir því sem lengra líður kem­ur per­sónu­leikarösk­un­in bet­ur og bet­ur í ljós. Gage Wal­ker/​Unsplash

Web DM

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda