„Hann trúir að hann sé æðri öðrum“

Narsissistar skilja einfaldlega ekki áhrifin sem hegðun þeirra hefur á …
Narsissistar skilja einfaldlega ekki áhrifin sem hegðun þeirra hefur á aðra, samkvæmt grein á vef Web MD. Sander Sammy/Unsplash

Nars­issismi er öfga­kennd sjálf­hverfa, að því marki að ein­stak­ling­ur­inn huns­ar þarf­ir allra í kring­um sig. Þótt hver og einn geti hegðað sér á nars­iss­ísk­an máta af og til, virða sann­ir nars­iss­ist­ar þarf­ir annarra og til­finn­ing­ar mjög oft að vett­ugi. Þeir ein­fald­lega skilja ekki áhrif­in sem hegðun þeirra hef­ur á aðra.

Á vef Web MD, sem veit­ir frétt­ir og upp­lýs­ing­ar um heilsu og vel­ferð, lyf og heil­brigðisþjón­ustu, er nars­iss­isma gerð góð skil.   

Þar seg­ir að nars­issismi geti verið ákveðin ein­kenni en einnig hluti af stærri per­sónu­leikarösk­un (NPD). „Ekki eru all­ir nars­iss­ist­ar með nars­iss­íska per­sónu­leikarösk­un þar sem nars­issismi er lit­róf.“ 

Sá sem er í nánum samskiptum narsissista verður eins og …
Sá sem er í nán­um sam­skipt­um nars­iss­ista verður eins og strengja­brúða hans. János Venczák/​Unsplash

Í grein­inni seg­ir að nars­issismi sé ekki per­sónugalli held­ur geðrösk­un og fólk með slíka rösk­un get­ur ómögu­lega átt ánægju­leg sam­bönd. Það er oft heill­andi og vin­gjarn­legt til að byrja með og pass­ar sig á að sýna ekki nei­kvæða hegðun strax, sér­stak­lega í sam­bönd­um. Nars­iss­ist­ar um­kringja sig fólki sem nær­ir egóið þeirra og byggja upp sam­bönd til að styrkja hug­mynd­ir sín­ar um sjálfa sig.

Það fæðist eng­inn nars­iss­isti og eru or­sak­ir þess­ar­ar rösk­un­ar ekki að fullu kunn­ar. Hins veg­ar, líkt og með aðrar geðrask­an­ir, er hægt að tengja hana við um­hverfið. 

„Börn sem eru hvött til að trúa því að þau séu óvenju­leg og eigi alltaf það besta skilið, jafn­vel á kostnað annarra, geta þróað með sér nars­iss­íska per­sónu­leikarösk­un. Eig­in­leik­ar eins og sjálfs­traust eru verðlaunaðir þegar þau vaxa úr grasi, en eig­in­leik­ar eins og sam­kennd eru það ekki. Áföll eða van­ræksla í æsku geta einnig leitt til nars­iss­isma.“

„Það fæðist enginn narsissisti og eru orsakir þessarar röskunar ekki …
„Það fæðist eng­inn nars­iss­isti og eru or­sak­ir þess­ar­ar rösk­un­ar ekki að fullu kunn­ar. Hins veg­ar, líkt og með aðrar geðrask­an­ir, er hægt að tengja hana við um­hverfið.“ Annie Spratt/​Unsplash

Fimm al­geng merki um nars­iss­isma

Sam­kvæmt grein­inni er það þekkt að nars­iss­ist­ar sæki sér yf­ir­leitt ekki aðstoðar og hægt er að taka eft­ir ákveðinni hegðun hjá fólki sem er típýsk fyr­ir nars­iss­ista.

Að vera rétt­inda­meiri en aðrir. Al­gengt merki um að ein­stak­ling­ur sé nars­iss­isti er að hann trú­ir að hann sé æðri öðrum og eigi rétt á sér­stakri meðferð. Nars­iss­ist­inn trú­ir að aðrir eigi að beygja sig und­ir lang­an­ir hans og ósk­ir og að regl­ur eigi ekki við um hann.

Stjórn­semi. Annað ein­kenni nars­iss­isma er stjórn­andi hegðun, sem oft kem­ur aft­an að fólki, því í byrj­un reyn­ir nars­iss­ist­inn að þókn­ast þér og heilla þig. Þegar líður á sam­bandið fer allt að snú­ast um þarf­ir nars­iss­ist­ans. Hann reyn­ir einnig að halda fólki í fjar­lægð til að viðhalda stjórn. Hann not­ar fólk til að fá eitt­hvað fyr­ir sjálf­an sig.

Stjórnandi hegðun narsissistans getur gert fórnarlambið að skugganum einum saman.
Stjórn­andi hegðun nars­iss­ist­ans get­ur gert fórn­ar­lambið að skugg­an­um ein­um sam­an. Stacey Koenitz/​Unsplash

Þörf fyr­ir aðdáun. Nars­iss­ist­inn hef­ur stöðuga þörf fyr­ir hrós eða aðdáun og þarf sí­fellda staðfest­ingu frá öðrum. Hann mont­ar sig oft á af­rek­um sín­um til að fá viður­kenn­ingu og með slíkri aðdáun er egóið hans nært.

Skort­ur á sam­kennd. Nars­iss­ist­inn vill ekki eða get­ur ekki sýnt þörf­um, löng­un­um eða til­finn­ing­um annarra til­lits­semi og skort­ir sam­kennd með öðru fólki, sem ger­ir hon­um einnig erfitt fyr­ir að taka ábyrgð á eig­in hegðun. 

Hroki. Nars­iss­ist­inn upp­lif­ir sjálf­an sig sem æðri öðrum. Hann get­ur orðið dóna­leg­ur eða of­beld­is­full­ur þegar hann fær ekki þá meðferð sem hon­um finnst hann eiga skilið. Hann gæti talað eða látið dóna­lega gagn­vart þeim sem hann tel­ur óæðri hon­um sjálf­um.

Narsissistinn er yfirleitt góður í fyrstu en með tímanum munu …
Nars­iss­ist­inn er yf­ir­leitt góður í fyrstu en með tím­an­um munu þarf­ir hans alltaf hafa for­gang, sam­kvæmt Web MD, og eft­ir því sem lengra líður kem­ur per­sónu­leikarösk­un­in bet­ur og bet­ur í ljós. Gage Wal­ker/​Unsplash

Web DM

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda