Þegar þolandi kynferðisofbeldis fær ofuráhuga á kynlífi

Sérfræðingar eru sammála um að sjálfsfróun geti hjálpað þolendum kynferðisofbeldis …
Sérfræðingar eru sammála um að sjálfsfróun geti hjálpað þolendum kynferðisofbeldis að meta ánægju í kynlífi á ný. Malvestida/Unsplash

Það er afar mis­mun­andi hvernig fórn­ar­lömb kyn­ferðisof­beld­is upp­lifa van­líðan­ina sem fylg­ir slíkri árás. Þegar flest­ir ímynda sér að fórn­ar­lambið tak­ist á við af­leiðing­arn­ar með því að af­neita kyn­lífi þá er það ekki endi­lega rétt. Sum fórn­ar­lömb eru sögð fá enn meiri áhuga á kyn­lífi í kjöl­far of­beld­is­ins. Ekk­ert er rétt eða rangt í þeim efn­um.

Á vef Cos­mopolit­an er grein eft­ir Syedu Khaulu Saad sem er sjálf þolandi kyn­ferðisof­beld­is, varð fyr­ir því bæði sem barn og á full­orðins­aldri, en hún seg­ist hafa fengið of­urá­huga á kyn­lífi eft­ir of­beldið sem tók mörg ár að ná jafn­vægi.

„Kynlíf með samþykki getur verið leið fyrir þolendur kynferðisofbeldis til …
„Kyn­líf með samþykki get­ur verið leið fyr­ir þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is til að staðfesta til­finn­ingu sína fyr­ir stjórn yfir lífi sínu og lík­ama,“ seg­ir meðferðarfræðing­ur­inn Stef­ani Goerlich. We-Vibe Toys/​Unsplash

„Eft­ir árás­irn­ar leitaði ég í kyn­líf og mikið af því. Eft­ir að hafa lifað af svona of­beld­is­fulla og stjórn­lausa kyn­lífs­reynslu áður, hélt ég að eina leiðin til að end­ur­heimta til­finn­ingu mína fyr­ir stjórn væri með því að taka það sem særði mig og gera það að mínu eig­in.“

Saad seg­ist hafa öðlast styrk ein­fald­lega með því að op­in­bera að hún gæti stundað kyn­líf og þótt það kunni að virðast ákveðin mót­sögn þá segja sér­fræðing­ar þetta al­geng viðbrögð við kyn­ferðisof­beldi.

Á einum tímapunkti áttaði Saad sig á að kynlíf var …
Á ein­um tíma­punkti áttaði Saad sig á að kyn­líf var hætt að þjóna sem styrk­ur fyr­ir hana. We-Vibe Toys/​Unsplash

Úr kyn­lífi í sjálfs­fró­un

„Kyn­líf með samþykki get­ur verið leið fyr­ir þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is til að staðfesta til­finn­ingu sína fyr­ir stjórn yfir lífi sínu og lík­ama,“ seg­ir meðferðarfræðing­ur­inn Stef­ani Goerlich. „Að hafa vald til að velja hvenær og með hverj­um kyn­líf er stundað, vit­andi að hægt sé að segja viðkom­andi að stoppa og að sú beiðni verði virt, get­ur verið stór hluti af bata­ferl­inu fyr­ir suma þolend­ur.“

„Og það var þannig í mínu til­felli,“ seg­ir Saad og bæt­ir við að þrá­hyggja henn­ar fyr­ir kyn­lífi hafi bara auk­ist þegar hún fór í há­skóla og taldi hún að kyn­líf væri það sem léti henni líða best, jafn­vel þótt það væri stundað með röngu fólki.

Saad þurfti að læra að elska sjálfa sig upp á …
Saad þurfti að læra að elska sjálfa sig upp á nýtt. Mal­vestida/​Unsplash

Þegar hún var far­in að sækja í ein­stak­linga sem beittu hana of­beldi áttaði hún sig á að kyn­hvöt henn­ar þjónaði ekki leng­ur þeim til­gangi að vera styrk­ur held­ur var far­in að særa hana.

Eft­ir að hafa ráðfært sig við sál­fræðing dró Saad sig út úr kyn­lífsiðkun og fór að stunda sjálfs­fró­un, á þann hátt að hún gæti lært að elska lík­ama sinn á ný.

Í grein sinni seg­ir Saad að sér­fræðing­ar séu sam­mála um að sjálfs­fró­un geti verið gagn­legt viðbragð og góð byrj­un eft­ir kyn­ferðis­legt of­beldi, í stað þess að fara beint í að stunda kyn­líf. Saad seg­ir að þannig lærði hún að stunda kyn­líf, ekki til að öðlast staðfest­ingu eða viður­kenn­ingu frá öðrum held­ur til eig­in ánægju. 

Cos­mopolit­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda