Gamalt einnar nætur gaman kærastans truflar núverandi

Valdimar Þór Svavarsson svarar spurningum lesenda.
Valdimar Þór Svavarsson svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu og um­sjón­ar­maður Meðvirknipod­kasts­ins svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem hef­ur áhyggj­ur af ástar­sam­bandi sínu. 

Hæ hæ Valdi­mar. 

Ég er trú­lofuð manni og við höf­um verið sam­an í fimm ár. Á sín­um yngri árum átti hann eitt skipti einna næt­ur gam­an með góðri vin­konu minni en það var aldrei meira en það. Hún er gift öðrum manni sem hún hef­ur verið með lengi. Það er svo skrýtið að alltaf þegar við hitt­umst pör­in sam­an þá finnst mér vera ein­hver neisti á milli unn­usta míns og vin­konu minn­ar. Ég bara veit ekki hvort ég eigi að ræða þetta því það hljóm­ar eins og af­brýðisemi, eða jafn­vel ímynd­un. Hvað á ég að gera?

Kveðja, 

GHJ

Íslensk kona leitar ráða því vinkona hennar svaf hjá manninum …
Íslensk kona leit­ar ráða því vin­kona henn­ar svaf hjá mann­in­um henn­ar áður en þau byrjuðu sam­an. Pol­ina Kuzov­kova/​Unsplash


Góðan dag­inn GHJ og takk fyr­ir þessa spurn­ingu.

Af eðli­leg­um ástæðum eru alltaf öðru vísi tengsl á milli fólks sem hef­ur á ein­hverj­um tíma­punkti sofið sam­an. Þrátt fyr­ir að það hafi gerst fyr­ir löngu síðan þá er ekk­ert ólík­legt að sú staðreynd að þau hafi átt einn­ar næt­ur gam­an, hafi áhrif á sam­skipti þeirra og tengsl. Það að þú vit­ir af þessu er líka lík­legt til að ýta und­ir að þú veit­ir sam­skipt­um þeirra öðru vísi at­hygli en ef þau ættu ekki þessa reynslu að baki.

Hvort að það er af­brýðis­semi get­ur eng­inn vitað nema þú sjálf en það er nokkuð eðli­leg krafa í sam­bönd­um að bera virðingu fyr­ir maka sín­um og láta eiga sig að gera hluti sem ýta und­ir tor­tryggni eða af­brýðisemi.

Rót­in að af­brýðis­semi er ótti við að missa ein­hvern sem skipt­ir okk­ur máli. Það mætti segja að það sé eðli­legt og jafn­vel af hinu góða að finna fyr­ir smá af­brýðis­semi, því hún hjálp­ar okk­ur að finna hvar mörk­in okk­ar liggja. Af­brýðis­sem­in get­ur engu að síður verið gríðarlega sárs­auka­full og erfið viður­eign­ar fyr­ir þá sem hafa reynslu af því að hafa verið yf­ir­gefn­ir og hafnað eða eru í vanda með eigið sjálfs­virði.

Í sam­bönd­um, og reynd­ar líf­inu öllu, ætt­um við að geta sagt hvað okk­ur finnst og hvað við vilj­um. Það virk­ar á báða bóga, það er að segja, þá ættu aðrir líka að geta sagt við okk­ur hvað þeim finnst og hvað þeir vilja.

Fyrsta skrefið væri því að eiga ein­fald­lega sam­tal um þetta við mak­ann þinn og segja hon­um hvað þú ert að upp­lifa. Þá get­ur hann sagt þér hvaða aug­um hann lít­ur þessi sam­skipti og hvað hon­um finnst um þína upp­lif­un. Út frá slíku sam­tali get­ur þú bet­ur metið hvort það er eitt­hvað þarna sem þarf að skoða bet­ur. Með slíku sam­tali gætuð þið rætt sam­an hvað þið eruð sátt við og hvað ekki og hvort það er ástæða til að setja ein­hver mörk sem ekki eru til staðar í dag.

Gangi þér allt í hag­inn með þetta verk­efni.

Kveðja, 

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mar spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda