Íbúðin var skráð á hana: Hvað gerist við sambúðarslit?

Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda …
Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/Eyþór Árnason

Ein­ar Hugi Bjarna­son lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá frá­skild­um manni sem hætti með fyrr­ver­andi fyr­ir nokkr­um árum. Hann velt­ir því fyr­ir sér núna hvernig eigi að gera upp búið. 

Sæll,

Ég skildi við kon­una fyr­ir nokkr­um árum. Við vor­um ekki gift. Af marg­vís­leg­um ástæðum var fast­eign okk­ar skráð á hana en við eig­um hana 50/​50. Hvernig get­um við staðið að upp­gjöri ef hún /við selj­um núna?

Kveðja, 

GG

Sæll,

Við sam­búðarslit gild­ir ekki helm­inga­skipta­regla eins og þegar um hjón er að ræða. Eng­in lög gilda um fjár­skipti við sam­búðarslit held­ur er stuðst við dóma­for­dæmi og óskrifaðar regl­ur eða venj­ur. Meg­in­regl­an er sú að hvor sam­búðaraðili um sig taki þær eign­ir sem það átti fyr­ir sam­búðina og eignaðist meðan á sam­búðinni stóð og hér get­ur skipt veru­legu máli hver er skráður fyr­ir hvaða eign. Frá meg­in­regl­unni eru þó ýms­ar und­an­tekn­ing­ar og það get­ur verið flókið að meta hvað á við hverju sinni. Þannig geta fjár­skipti við sam­búðarslit oft verið flók­in og erfið.

Ef þú og fyrr­um sam­búðar­kona þín eruð sam­mála að eign­ar­hald íbúðar­inn­ar sé raun­veru­lega til helm­inga þrátt fyr­ir að íbúðin sé al­farið skráð eign kon­unn­ar er málið til­tölu­lega ein­falt og unnt að leysa með fjár­skipta­samn­ingi þar sem kveðið er á um slíkt. Eign­in er þá annað hvort seld og and­virði söl­unn­ar skipt­ist til helm­inga eða annað ykk­ar kaup­ir hitt út úr eign­inni á markaðsvirði ákjós­an­lega á grund­velli verðmats frá lög­gilt­um fast­eigna­sala. Ef ágrein­ing­ur er hins veg­ar um eign­ar­hlut­föll hvors um sig í fast­eign­inni vand­ast málið og und­ir þeim kring­um­stæðum ráðlegg ég þér að leita aðstoðar lög­manns með sérþekk­ingu á þessu rétt­ar­sviði.

Kveðja,

Ein­ar Hugi Bjarna­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ein­ari Huga og öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda