Mega börn lána foreldrum 10 milljónir?

Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda …
Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/Eyþór Árnason

Ein­ar Hugi Bjarna­son lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem spyr hvort börn megi lána for­eldr­um sín­um pen­inga. 

Blessaður. 

Má son­ur eða dótt­ir lána for­eldr­um sínu pen­inga t.d 10.000.000 kr. til að greiða niður fast­eignalán á íbúð eða til að aðstoða þau fjár­hags­lega?

Kveðja, 

HJK

Góðan dag,

Það er ekk­ert í lög­um sem kem­ur í veg fyr­ir að lögráða niðjar láni for­eldr­um sín­um pen­inga. Rétt­ast væri að gera skrif­leg­an láns­samn­ing um þessa ráðstöf­un þar sem skyld­ur aðila eru skil­greind­ar, þ.m.t. lána­kjör, láns­tími, end­ur­greiðslu­ferli láns­ins o.fl.

Í þessu sam­bandi er rétt að árétta að mik­il­vægt er að lán milli tengdra aðila séu á eðli­leg­um kjör­um því ella er hætta að Skatt­ur­inn líti svo á að að um beina gjöf sé að ræða eða ígildi henn­ar. Þetta get­ur t.a.m. átt við um vaxta­laus lán. Skatt­ur­inn gæti hæg­lega litið svo á að í slík­um gjörn­ingi fæl­ist fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur sem skattlagður yrði sem tekj­ur.

Bestu kveðjur,

Ein­ar Hugi Bjarna­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ein­ari Huga og öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda