Þarf fjórða systkinið að afsala sér arfinum?

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda …
Einar Hugi Bjarnason, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/Eyþór Árnason

Ein­ar Hugi Bjarna­son, lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu í sam­bandi við systkini sem erfðu hús sem flest vilja halda.

Góðan dag­inn. Í sam­bandi við erfðamál. Ef fjög­ur systkini erfa hús og þrjú af þeim vilja halda hús­inu en einn vill selja. Þessi þrjú vilja ekki kaupa þenn­an eina út úr eign­inni.

Er ekk­ert annað í boði fyr­ir þenn­an eina en að af­sala sér þess­um arfi? Eða vera neydd­ur til að eiga þenn­an 1/​4 hlut í húsi?

Góðan dag,

Við and­lát tek­ur dán­ar­bú við rétt­ind­um og skyld­um hins látna. Við and­lát er það skylda erf­ingja að ganga í að skipta eign­um hins látna. Al­geng­ast er að erf­ingj­ar sjái sjálf­ir um skipt­ingu eigna bús­ins og geri upp skuld­ir þess og er það nefnt einka­skipti. Þessi leið er háð því að all­ir erf­ingj­ar samþykki og lýsi yfir ábyrgð á skuld­um hins látna. Erf­ingj­ar geta einnig kraf­ist op­in­berra skipti á dán­ar­búi vilji þeir ekki ábyrgj­ast all­ar skuld­bind­ing­ar bús­ins eða ef ágrein­ing­ur er á milli erf­ingja. Nægi­legt er að einn erf­ingi krefj­ist þess að op­in­ber skipti fari fram til að svo verði.

Ef þið systkin­in getið ekki leyst ágrein­ing ykk­ar á milli um ráðstöf­un fast­eign­ar­inn­ar er unnt að fara fram á op­in­ber skipti á dán­ar­bú­inu. Beiðni um slíkt er send til héraðsdóm­stóls sem kveður upp úr­sk­urð um töku dán­ar­bús­ins til op­in­berra skipta og skip­ar því sér­stak­an skipta­stjóra. Hlut­verk skipta­stjóra er m.a. að leysa úr ágrein­ingi sem upp rís við skipt­in.

Ekki er þörf á að það systkini sem ekki vill halda hús­inu af­sali sér arfi. Hins veg­ar flæk­ir það málið að eitt systkin­anna vilji ekki selja sinn hlut og hin þrjú ekki kaupa. Svo gæti farið að þrauta­lend­ing­in í slíku máli yrði sú að selja húsið á al­menn­um markaði ef systkin­in þrjú halda fast við þá kröfu að leysa ekki eign­ar­hlut þess fjórða til sín. Ná­ist ekki að leysa málið hjá skipta­stjóra get­ur skipta­stjóri vísað ágrein­ingi erf­ingja til héraðsdóms til úr­lausn­ar.

Bkv. Ein­ar Hugi Bjarna­son hæsta­rétt­ar­lögmaður

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ein­ari Huga og öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda