Fimm forleikir sem kveikja í ykkur

Dr. Tara Suwinyattichaiporn og Dr. Joy Berkheimer gefa forleiknum tíu …
Dr. Tara Suwinyattichaiporn og Dr. Joy Berkheimer gefa forleiknum tíu af tíu mögulegum. Deon Black/Unsplash

Marg­ar róm­an­tísk­ar skáld­sög­ur túlka kyn­líf sem ansi sjálf­sagðan hlut og eitt­hvað sem geti gerst í flumbru­gangi á milli tveggja ein­stak­linga. Föt­in eru rif­in af á svefn­her­berg­is­gang­in­um og dæmið jafn­vel klárað áður en náð er inn í svefn­her­bergið. Þótt það hljómi spenn­andi, sem skáld­skapn­um er ætlað að vera, þá er þetta því miður ekki alltaf raun­in.

Líkt og seg­ir á vef Cos­mopolit­an þá er kyn­líf ekki alltaf efst í huga fólks og þá kem­ur for­leik­ur­inn sterk­ur inn.

Dr. Tara Suw­inyattichaiporn skil­grein­ir for­leik sem hverja þá kyn­ferðis­legu at­höfn sem virk­ar örv­andi. Dr. Joy Berk­heimer seg­ir að: „Ljúf upp­bygg­ing í gegn­um fram­lengd­an for­leik ýtir und­ir örvun og ger­ir kyn­lífið sjálft ánægju­legra og af­slappaðra.“

Rann­sókn­ir sýna að yfir 75% þeirra sem eru með leggöng þurfa meira en aðeins lim­inn til að fá full­næg­ingu. For­leik­ur­inn snýst um tengsl­in og upp­bygg­ingu spennu. Dr. Berk­heimer seg­ir for­leik­inn vera: „List­ina við að ná dýpri teng­ingu í gegn­um huga og lík­ama.“

Að klæmast í skilaboðum getur örvað hvort annað andlega.
Að klæm­ast í skila­boðum get­ur örvað hvort annað and­lega. Dom­inic San­sotta/​Unsplash

1. Að senda skila­boð af kyn­ferðis­leg­um toga

Dr. Suw­inyattichaiporn seg­ir kyn­ferðis­leg texta­skrif í smá­skila­boðum eina auðveld­ustu og skil­virk­ustu leiðina til að byggja upp spennu, einkum fyr­ir þá sem þurfa and­lega upp­hit­un fyrst. Skila­boðin má skrifa og senda hvenær sem er dags­ins, til að kveikja í viðkom­andi.

2. Grípið í hvort annað við ýmis tæki­færi

For­leik­ur­inn þarf ekki að vera fyr­ir­fram skipu­lagður. All­ar smá­snert­ing­ar yfir dag­inn geta kynt veru­lega und­ir; eins og að grípa í rass­inn á mak­an­um þegar hann er að bursta tenn­urn­ar eða toga mak­ann nær sér á meðan tekið er til í eld­hús­inu eft­ir mat­inn.

„Snert­ing­ar og leik­ir stilla ykk­ur sam­an og losa einnig [ástar­horm­ónið] oxýtósín.“

3. Kyn­lífs­leik­föng

Kyn­lífs­leik­föng eiga ekki að koma í staðinn fyr­ir nánd­ina held­ur örva gleðina. Dr. Suw­inyattichaiporn seg­ir þau „einkar skil­virk og skemmti­leg“, sér­stak­lega á meðan á for­leikn­um stend­ur. Samt sem áður virðast sum­ir forðast kyn­lífs­leik­föng eins og heit­an eld­inn.   

Að horfa á hvort annað afklæðast getur ýtt undir kynferðislega …
Að horfa á hvort annað af­klæðast get­ur ýtt und­ir kyn­ferðis­lega spennu. Shin Shima­mi/​Unsplash

4. Sam­tal um fant­así­ur

Líkt og áður seg­ir er for­leik­ur­inn ekki aðeins lík­am­leg­ur held­ur er hægt að nota orðin líka. „Að koma fant­así­um í orð efl­ir and­lega örvun,“ sam­kvæmt Dr. Berk­heimer.

Hún bæt­ir við að gott sé að velja lá­deyðustund­ir til að koma á óvart með setn­ingu á borð við : „Ég hef alltaf velt fyr­ir mér hvernig væri að ...“  

5. Fylg­ist með hvort öðru af­klæðast

Lík­am­ar í sinni ólíku mynd eru svo fal­legt fyr­ir­bæri. Það að fylgj­ast með mak­an­um af­klæðast get­ur verið mjög örv­andi og þá þarf eng­an strípi­dans til, ekki nema að það sé þín leið. Að horfa á mak­ann af­klæðast get­ur búið til ákveðna spennu og veitt at­hygli sem er mjög svo eró­tísk.

Enn og aft­ur, for­leik­ur­inn er alls kon­ar og snýst ekki ein­ung­is um snert­ingu, held­ur get­ur at­hygli og það að horfa á viðkom­andi kitlað lost­ann hjá báðum.

Cos­mopolit­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda