Margar rómantískar skáldsögur túlka kynlíf sem ansi sjálfsagðan hlut og eitthvað sem geti gerst í flumbrugangi á milli tveggja einstaklinga. Fötin eru rifin af á svefnherbergisganginum og dæmið jafnvel klárað áður en náð er inn í svefnherbergið. Þótt það hljómi spennandi, sem skáldskapnum er ætlað að vera, þá er þetta því miður ekki alltaf raunin.
Líkt og segir á vef Cosmopolitan þá er kynlíf ekki alltaf efst í huga fólks og þá kemur forleikurinn sterkur inn.
Dr. Tara Suwinyattichaiporn skilgreinir forleik sem hverja þá kynferðislegu athöfn sem virkar örvandi. Dr. Joy Berkheimer segir að: „Ljúf uppbygging í gegnum framlengdan forleik ýtir undir örvun og gerir kynlífið sjálft ánægjulegra og afslappaðra.“
Rannsóknir sýna að yfir 75% þeirra sem eru með leggöng þurfa meira en aðeins liminn til að fá fullnægingu. Forleikurinn snýst um tengslin og uppbyggingu spennu. Dr. Berkheimer segir forleikinn vera: „Listina við að ná dýpri tengingu í gegnum huga og líkama.“
Dr. Suwinyattichaiporn segir kynferðisleg textaskrif í smáskilaboðum eina auðveldustu og skilvirkustu leiðina til að byggja upp spennu, einkum fyrir þá sem þurfa andlega upphitun fyrst. Skilaboðin má skrifa og senda hvenær sem er dagsins, til að kveikja í viðkomandi.
Forleikurinn þarf ekki að vera fyrirfram skipulagður. Allar smásnertingar yfir daginn geta kynt verulega undir; eins og að grípa í rassinn á makanum þegar hann er að bursta tennurnar eða toga makann nær sér á meðan tekið er til í eldhúsinu eftir matinn.
„Snertingar og leikir stilla ykkur saman og losa einnig [ástarhormónið] oxýtósín.“
Kynlífsleikföng eiga ekki að koma í staðinn fyrir nándina heldur örva gleðina. Dr. Suwinyattichaiporn segir þau „einkar skilvirk og skemmtileg“, sérstaklega á meðan á forleiknum stendur. Samt sem áður virðast sumir forðast kynlífsleikföng eins og heitan eldinn.
Líkt og áður segir er forleikurinn ekki aðeins líkamlegur heldur er hægt að nota orðin líka. „Að koma fantasíum í orð eflir andlega örvun,“ samkvæmt Dr. Berkheimer.
Hún bætir við að gott sé að velja ládeyðustundir til að koma á óvart með setningu á borð við : „Ég hef alltaf velt fyrir mér hvernig væri að ...“
Líkamar í sinni ólíku mynd eru svo fallegt fyrirbæri. Það að fylgjast með makanum afklæðast getur verið mjög örvandi og þá þarf engan strípidans til, ekki nema að það sé þín leið. Að horfa á makann afklæðast getur búið til ákveðna spennu og veitt athygli sem er mjög svo erótísk.
Enn og aftur, forleikurinn er alls konar og snýst ekki einungis um snertingu, heldur getur athygli og það að horfa á viðkomandi kitlað lostann hjá báðum.