Heiðdís og Hjálmtýr trúlofuðu sig á Stöðvarfirði

Trúlofunarhringurinn er ekkert slor.
Trúlofunarhringurinn er ekkert slor. Samsett mynd

Knatt­spyrnu­kon­an Heiðdís Lillýj­ar­dótt­ir og Hjálmtýr Al­freðsson sál­fræðing­ur eru trú­lofuð. Parið trú­lofaði sig á Stöðvarf­irði í byrj­un mánaðar­ins.

Heiðdís og Hjálmtýr greindu frá trú­lof­un­inni í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram nú á dög­un­um.

„02.07.25 - full­kom­inn dag­ur,“ skrif­ar parið við fal­lega myndaröð og læt­ur lynd­is­tákn þess efn­is að um trú­lof­un sé að ræða fylgja með.

Heiðdís og Hjálmtýr hafa verið sam­an um ára­bil og eignuðust sitt fyrsta barn í ág­úst í fyrra, stúlku sem hlaut nafnið Lillý.

Bæði á kafi í íþrótt­um

Heiðdís spilaði fyrst fót­bolta með Sel­fossi og síðar með Breiðablik frá ár­inu 2017 til 2022, en þá skrifaði hún und­ir samn­ing við sviss­neska knatt­spyrnuliðið Basel og flutti út í lok janú­ar 2023 og spilaði með liðinu í eitt ár.

Hjálmtýr hef­ur spilað hand­bolta með meist­ara­flokki Stjörn­unn­ar frá ár­inu 2011, en hann er sál­fræðing­ur að mennt og setti ný­verið á lagg­irn­ar fyr­ir­tækið Hug­rænn Styrk­ur ásamt fé­laga sín­um, knatt­spyrnu­mann­in­um og sál­fræðingn­um Vikt­ori Erni Mar­geirs­syni, þar sem þeir bjóða upp á sál­fræðiaðstoð sem er sér­sniðin að íþrótta­fólki.

Smart­land ósk­ar par­inu hjart­an­lega til ham­ingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda