Tónlistar- og útvarpskonan Ragnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Ragga Holm, og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eru trúlofaðar.
Ragga greindi frá gleðitíðindunum í Instagram-færslu tileinkaðri Elmu í tilefni af afmæli hennar.
Við færsluna skrifar Ragga: „Hápunktur sumarsins er að hún sagði já. Ég hlakka til að upplifa restina af ævinni með þér.“
Ragga og Elma eiga einn dreng saman, Bjarka Bergþór sem fæddist í október í fyrra.
Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju!