Fimm leiðir til að endurvekja neistann í sambandinu

mbl.is/Thinkstockphotos

Það er eðli­legt að ástar­sam­bönd breyt­ist með tím­an­um og að fiðrild­un­um í mag­an­um fækki smám sam­an. En það þýðir þó ekki að ást­in sé horf­in, hún þarfn­ast lík­lega ör­lít­ils viðhalds. Með smá fyr­ir­höfn, gleði og kær­leika er vel hægt að vend­ur­vekja neist­ann í sam­band­inu.

End­urupp­lifið góðar minn­ing­ar

Munið hvar þið hitt­ust fyrst? Eða hvar þið trú­lofuðust? Það get­ur haft góð áhrif að heim­sækja staði sem tengj­ast fyrri stig­um sam­bands­ins. Slík heim­sókn get­ur minnt mann á hvers vegna maður féll fyr­ir elsk­hug­an­um til að byrja með.

Komið hvort öðru á óvart

Eitt besta ráðið til að halda spennu í sam­band­inu er að skipu­leggja leyni­leg stefnu­mót fyr­ir hvort annað. Hvort sem það er fínt út að borða í spari­föt­un­um eða í kósígall­an­um. Óviss­an og eft­ir­vænt­ing­in get­ur myndað spennu og gleði sem hjálp­ar til við að kynda und­ir ást­ina.

Prufið nýj­ar upp­lif­an­ir sam­an

Það get­ur verið auðvelt að fest­ast í hvers­dags­leik­an­um. Að prófa eitt­hvað nýtt sam­an, hvort sem það er að elda fram­andi rétt, skrá sig á nám­skeið eða plana óvænta helg­ar­ferð, get­ur slíkt veitt sam­band­inu fersk­an blæ og skapað nýj­ar minn­ing­ar sem styrkja tengsl­in.

Segið oft­ar „takk“

Það er auðvelt að taka hvoru öðru sem sjálf­sögðum hlut eft­ir lang­an tíma í sam­bandi. Með því að þakka fyr­ir smá­atriðin í dag­legu lífi, eins og fyr­ir það að henda rusl­inu eða setja í uppþvotta­vél­ina, sýn­irðu virðingu og kær­leika sem styrk­ir sam­bandið.

Munið að njóta and­ar­taks­ins

Það þarf oft ekki mikið til að viðhalda neist­an­um. Stund­um næg­ir lít­il snert­ing eða augnaráð yfir kaffi­boll­an­um. Faðmist áður en þið farið út í dag­inn. Brostu til mak­ans í eld­hús­inu og segðu eitt­hvað sem fær hann til að roðna. Margt smátt ger­ir eitt stórt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda