Ástin kviknaði í grunnskóla

Birgir og Álfrún hafa þekkst frá því að þau muna …
Birgir og Álfrún hafa þekkst frá því að þau muna eftir sér. Ljósmynd/Aðsend

Ástin kviknaði snemma hjá Álfrúnu Freyju Heiðars­dótt­ur og Birgi Orra Ásgríms­syni, 21 árs Ak­ur­eyr­ing­um sem felldu hugi sam­an í grunn­skóla og hafa verið sam­an síðan.  

„Við vit­um eig­in­lega hvor­ugt hvernig þetta byrjaði. Við vor­um bara búin að þekkj­ast alltaf fannst manni og síðan strax eft­ir grunn­skóla small eitt­hvað og við ákváðum að kýla á þetta, seg­ir Birg­ir um upp­haf sam­bands­ins.

„Við vor­um á sama leik­skóla og í sama grunn­skóla og byrjuðum svo sam­an eft­ir tí­unda bekk. Við vor­um sam­an í bekk í mennta­skóla og erum eig­in­lega í fyrsta skipti núna ekki sam­an í skóla. Þannig að við erum búin að þekkj­ast ansi lengi og búin að vera sam­an núna í fimm ár, seg­ir Birg­ir og Álfrún bæt­ir við: „Það er svona að vera Ak­ur­eyr­ing­ur. 

Hvernig vissuð þið að hitt væri hið eina rétta? 

„Fyr­ir mig var það hvað við erum ólík. Við erum virki­lega ólík í okk­ur og við virk­um ofboðslega vel sam­an,“ seg­ir Birg­ir og Álfrún tek­ur und­ir. Þau segj­ast hafa gjör­ólíka sýn á hlut­ina, það sé þó já­kvætt þar sem þau opni sjón­deild­ar­hring hvors ann­ars og jafni hvort annað út. 

Parið býr saman í Osló ásamt Hebu, systur Birgis.
Parið býr sam­an í Osló ásamt Hebu, syst­ur Birg­is. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég horfi svo­lítið svona rök­rétt á heim­inn og Álfrún er með þessa til­finn­inga­legu inn­sýn inn í hlut­ina, seg­ir Birg­ir. „Birg­ir er aðeins meira fer­kantaður og ég er meira fiðrildi, seg­ir Álfrún. „En gild­in okk­ar eru þau sömu þó að við sjá­um ekk­ert endi­lega sömu leiðina að þeim, seg­ir Birg­ir.  

Parið býr nú sam­an í Osló ásamt syst­ur Birg­is, Hebu, og hund­in­um Mel­bu. Sam­búðina segja þau ganga mjög vel. „Við Heba erum auðvitað vön því að búa sam­an, seg­ir Birg­ir. Hann seg­ir mest­an ágrein­ing koma á milli hans og stelpn­anna, þær séu yf­ir­leitt sam­mála um hvað eigi að gera og hvernig eigi að gera það.  

Hver er lyk­ill­inn að góðu sam­bandi, alla­vega í ykk­ar til­felli? 

„Ég segi að kunna að tala sam­an og vita að það sé eðli­legt, sér­stak­lega þegar maður er svona ung­ur, eins og við byrj­um sam­an fimmtán ára, að fá rosa marg­ar mis­mun­andi til­finn­ing­ar. En að það sé hægt að vinna sam­an í gegn­um allt, maður þurfi ekki alltaf að bregðast við öllu strax, það sé hægt að ræða allt og gera það sam­an, seg­ir Birg­ir.  

Birgir og Melba.
Birg­ir og Melba. Ljós­mynd/​Aðsend

Að þekkja það hvenær hin mann­eskj­an þarf pláss, seg­ir Álfrún. „Já, akkúrat, að gefa hvort öðru pláss en á sama tíma að taka mikið pláss í lífi hvors ann­ars, bæt­ir Birg­ir við.  

Hvort ykk­ar er róm­an­tísk­ara? 

„Birg­ir, seg­ir Álfrún og hlær. „Ég get verið rosa rómó sko, seg­ir Birg­ir kím­inn, „kaupi blóm og svona. Álfrún seg­ir Birgi leggja mikið upp úr því að þau eigi gæðastund­ir sam­an. „Það er ekki hægt að sitja bara sam­an, það þarf alltaf að vera að gera eitt­hvað, út­skýr­ir hún.  

„Ég þarf alltaf að hafa til­gang í öllu sem ég geri og ég vil að við náum að tengj­ast hvort öðru eft­ir lang­an dag, seg­ir Birg­ir.  

Hverj­ir eru bestu kost­ir mak­ans þíns? 

„Birg­ir er mjög róm­an­tísk­ur og það er alltaf hann sem pass­ar að allt sé hreint á heim­il­inu. Hann er snyrtip­inni, seg­ir Álfrún.  

„Álfrún nær að draga mig, ekki beint til jarðar, en svona inni í það sem skipt­ir máli. Hún sýn­ir mér það sem skipt­ir raun­veru­lega máli, að vera bara núna. Svo er líka bara svo gam­an að vera með henni. Það er eitt að eiga kær­ustu en annað að eiga besta vin á sama tíma. Það er alltaf gam­an hjá okk­ur og við höf­um alltaf eitt­hvað að tala um og gera,“ seg­ir Birg­ir.

„Maður er eiginlega bara búinn að alast upp saman.“
„Maður er eig­in­lega bara bú­inn að al­ast upp sam­an.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Eru ein­hverj­ir hápunkt­ar í sam­band­inu? 

„Það er svo­lítið fyndið að vera búin að vera sam­an í fimm ár en vera samt svo ung­ur að maður er eig­in­lega bara bú­inn að al­ast upp sam­an, seg­ir Álfrún.  

„Ég held að hápunkt­ur­inn sé eig­in­lega bara hvað okk­ur líður vel að búa sam­an. Við erum svona til­tölu­lega ný­flutt inn sam­an, við flutt­um inn sam­an í ág­úst í fyrra, og það er svo nátt­úru­legt fyr­ir okk­ur, seg­ir Birg­ir.  

Parið seg­ist vera búið að finna sitt „heima sam­an í Osló. „Ég held að við séum á rosa háum punkti núna og ætl­um bara að reyna að fara upp, seg­ir Birg­ir að lok­um. Framtíðin sé óráðin og björt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda