Steingeitin: Það er fullt af skemmtilegu framundan

Elsku Steingeitin mín,

þú hefur gengið í gegnum margslungna og erfiða tíma. Þú hefur þá tilfinningu að þú sért að ýta á undan þér allt of stóru fjalli. Þú getur meira að segja átt það til að fara í taugarnar á sjálfri þér. Peningamálin hafa verið betri og þú getur leyft þér að trúa að það er að koma töluvert og mikið gott streymi til þín í þeim málum. Einnig eru vinnumálin þín að skerpast og þó að það sé ekkert sem er að breytast alveg á næstunni færðu að vita ýmislegt sem er þér í hag svo þú getur skipulagt þig og undirbúið þig fyrir þessa góðu tíma.

Það er ekki langt í það að þú farir eitthvað skemmtilegt og þá er ég að meina að þú fljúgir á vit ævintýranna, því þú átt það svo sannarlega inni.

Þeir sem eiga afmæli seinnipartinn í Steingeitarmerkinu eiga eftir að gleðjast sérstaklega yfir stórkostlegum skilaboðum sem berast á þeim tíma sem þú þarfnast þeirra mest.

Núna er nauðsyn að taka til í sálinni, henda út dóti, selja það sem hefur ekki lengur tilgang og að draga ekki lengur á eftir sér annarra manna drasl.

Þú átt eftir að horfa miklu bjartsýnni augum á tilveruna þína. Þú átt eftir að vakna upp eins og af löngum svefni og sjá að þú hefur svo mikla töfra að þú getur fengið það fólk í lið með þér sem þig vantar. Til dæmis í sambandi við peningamál eða húsnæði og alls ekki megum við í því samhengi gleyma heilsunni. Það er eins og þú hafir töfrastaf í höndum þér og getir sveiflað honum til að breyta tilveru þinni. Lífið er of stutt til þess að vera með leiðindi eða að hlusta á þau og þú munt taka til þinna ráða í þeim efnum.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál