Bogmaðurinn: Það má alltaf skipta um skoðun

Elsku Bogmaður­inn minn,

þú ert að fara að skapa svo mikla gleði í kring­um þig. Þú verður að vita að það er allt í lagi að skipta um skoðun og breyta þeirri leið sem þú vilt fara. Það ert þú sem átt þetta líf og þú skap­ar það með hugs­un­um þínum, orðum og gjörðum. Fyr­ir um það bil fimm þúsund árum voru stjörn­urn­ar skoðaðar vand­lega til þess að sjá hvað væri að ger­ast og enn í dag er það gagn­legt og gott að hafa af­stöðu him­in­tungl­anna til hliðsjón­ar.

Það eina sem fer þér ekki er þegar þér finnst þú vera staðnaður, en það er þitt að brjót­ast út úr því og núna færðu tæki­færið. Það á það jafn­vel til að ger­ast að eitt­hvað breyt­ist í kring­um þig sem bein­ir þig aðrar leiðir og það á sér­stak­lega við núna. Það eina sem hent­ar ekki þinni orku og lífs­stíl er þegar ein­hver ann­ar set­ur þig í búr og seg­ir þér fyr­ir verk­um.

Þú efl­ir mátt þinn og hress­ir lík­amann við, lít­ur vel út og hugs­an­ir þínar verða skýr­ari. Þú finn­ur þér leiðir til þess að skoða þig and­lega og hvernig þú efl­ir þig sjálf­an. Þú læt­ur þig álit annarra ekki skipta þig öllu og það þýðir bara eitt; að þú sért að verða sterk­ari með hverj­um deg­in­um sem líður. Þú hef­ur í kring­um þig sér­staka vernd og ef þú skoðar aft­ur síðustu ár þar sem þér hef­ur fund­ist þú í ómögu­legri stöðu að allt gekk svo upp á end­an­um. Svo mundu það að það er ekk­ert sem þú ekki get­ur leyst.

Þegar þú ákveður þig, þá ertu eins og heill her og eng­inn get­ur stoppað hann. Fáðu lánað álit ein­hvers sem þú treyst­ir til þess að hjálpa þér ef þú þarft. Útkoma þín er að það sem þú gef­ur frá þér og þegar þú legg­ur þig all­ann fram í það sem þú ger­ir mun það marg­fald­ast. Ein­lægni þín er aðal­vopnið og ef það hef­ur verið bar­átta í ást­inni, þá er það ekki ást. Og ef þú ert að bíða eft­ir að ein­hver komi nær þér þarftu að vita að þú átt að hafa frum­kvæðið. Hvað er það versta sem get­ur gerst í því að taka frum­kvæðið? Ekk­ert.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda