Krabbinn: Spennandi hlutir að mæta lífssögunni

Elsku Krabb­inn minn,

þú ert bú­inn að vera að hugsa fram og til­baka. Þú ert bú­inn að fara í djúpa og dá­semd­ar­dali. Þér finnst það hafi verið ókyrrð í kring­um þig og er það vegna þess að það er ókyrrð í af­stöðu him­in­tungl­anna. Það eina sem er al­veg á hreinu og þú þarft að gera, er að halda áfram sama hvað. Þó að þú haf­ir ekki orku til þess, þá seg­irðu bara við þig orðin um hvað þú þarft að gera og gef­ur þér eng­an af­slátt af því.

Þú ert að spek­úl­era af­hverju þú hef­ur verið þreytt­ur. Við skul­um kalla þetta and­leysi og hug­arþreytu sem hef­ur svo mik­il áhrif á lík­amann. En það er ekki svo langt í að þú sjá­ir að allt er bjart og þú skalt taka þá orku til þín strax og það er bjart­sýni.

Því að hvort sem þú held­ur að þú get­ir eitt­hvað eða get­ir það ekki, þá hef­ur þú rétt fyr­ir þér. Svo það er þitt að ákveða hvora leiðina þú vel­ur.

Ég er sí­fellt að tala um það að ég sé svo gleym­in, ég muni ekki hvað þessi eða hinn heit­ir, hvað ég átti að gera eða hvert ég á að fara. En þegar ég segi þetta er ég að pró­gramma þessa of­ur­tölvu sem við höf­um öll, svo ég held áfram að vera gleymn­ari og gleymn­ari. Nú hef ég snúið þess­ari orku við og ég minni lífs­ork­una mína á og pró­grammera tölv­una mína á að ég man það sem ég þarf að gera, hvern ég þarf að hitta og hvert ég þarf að fara - ótrú­leg­ur viðsnún­ing­ur það.

Þetta er hægt að gera með ná­kvæm­lega allt sem þú hugs­ar eða það sem þú seg­ir, svo taktu vel eft­ir því hvernig þú hugs­ar og tal­ar. Það eru virki­lega spenn­andi hlut­ir að mæta þér í lífs­sög­unni, hugsaðu um hvað þú vilt að mæti þér og settu góð orð á und­an því sem þú vilt að komi til þín.

Eins og til dæm­is hvað það væri dá­sam­legt að hafa ást­ina hjá mér eða það væri frá­bært ég kæm­ist þangað sem ég vil fara. Þú ert á svo góðri orkutíðni til þess að skipta um af­stöðu á því sem þú vilt að ger­ist og hvernig. Orku­skipt­in eru sér­stak­lega í kring­um 16 apríl svo núna er tím­inn til að hita upp fyr­ir þetta dá­sam­lega líf.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda