Nautið: Sannleikurinn kemur í ljós

Elsku Nautið mitt,

það er að skila sér marg­falt til baka hvernig þú hef­ur staðið að ýms­um mál­um og mann­eskj­um. Dugnaður þinn og góðsemi gef­ur þér gott karma og þú ert að upp­skera eins og þú ert búið að sá. Að sjálf­sögðu hef­ur verið margt sem hef­ur heltekið huga þinn, en með því að sýna þessa fal­lega auðmýkt og horfa frek­ar á það sem gleði þér gef­ur og sleppa hinu, gef­ur þér ein­hvers kon­ar lottóvinn­ing í líf­inu. Þú ert að setja upp svo góðar varn­ir og skel í kring­um þig, svo voðal­ega fátt mun nísta hjarta þitt. Ef þér finnst þú yf­ir­stíg­ir ekki eitt­hvað og haf­ir ekki kraft til þess, þá skaltu skoða mataræði þitt og þá rútínu sem þú set­ur þér.

Margt smátt ger­ir eitt stórt og þú ferð að skilja það bet­ur að þú get­ur stólað á sjálfa þig og að þú ert sterk­ur ein­stak­ling­ur. Ekki ef­ast í eina mín­útu á þann mátt sem þú hef­ur, því þú hef­ur rutt braut­ina fyr­ir svo marga með þinni ein­skæru hjarta­gæsku. Þú þarft að hafa al­gjör­an frið til að efla ork­una þína. Því eins mik­il fé­lags­vera og þú ert þá blund­ar einnig í þér hell­is­bú­inn. Það verður sann­girni í kring­um þig og ef þú ert að leita að sann­leik­an­um, þá kem­ur hann í ljós.

Þú vek­ur mikla at­hygli hvort sem þú vilt það eða ekki og fólki í kring­um þig finnst þú haf­ir breyst, og það er rétt. Þú munt vinna þér inn sigra á því sem þú ert að gera. Þú færð þá viður­kenn­ingu sem þú átt skilið og þú geisl­ar eins og sól­in.

Þar sem Ven­us er þín plán­eta og hún er sér­stak­lega öfl­ug í af­stöðu næstu 35 daga sam­kvæmt aust­ur­lenskri stjörnu­speki, þá með kær­leik­an­um og ást­inni sigr­arðu allt.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda