Vogin: Þú kemur alltaf út sem sigurvegari

Elsku Vog­in mín,

eins og þú veist best sjálf er lausn á öllu. Þú hef­ur velt svo mikið fyr­ir þér hvar lausn­in á því sem þú þarft að leysa sé. Þér eru boðaðir fleiri en einn mögu­leiki, en þú átt það svo mikið til að ein­blína á aðeins einn veg til réttra hluta. Og þá ger­ist það að þú frýst í hug­an­um sem er „brain freeze“ á ensku og þá miss­irðu mátt­inn til að leysa gát­una. En þegar það opn­ast fyr­ir þér að þinn er mátt­ur­inn og dýrðin, þú slak­ar á og set­ur aðra hluti í hug­ann á þér, átt­arðu þig á því að út­kom­an sem þig vant­ar er til staðar. Það er mikið keppn­is­fólk sem býr í þessu merki og tek­ur því oft þá ákvörðun að keppa við sjálft sig. Þú skamm­ar og brýt­ur niður viss­an part af sjálfri þér, vegna þess að þér finnst þú ekki eiga þetta eða hitt skilið og þar af leiðandi mok­arðu þig á kaf. En núna hend­ir þú skófl­unni og hætt­ir að fikta í stýri­kerf­inu, og viti menn - allt breyt­ist.

Það eru viss­ir erfiðleik­ar í sól­kerf­inu okk­ar fram til fimmta apríl. Það er eins og Mars og Ven­us séu að berj­ast um yf­ir­ráðin og það teng­ir ást og stríð. Þetta er bæði tengt Al­heimn­um öll­um og líka inn á heim­il­um og sam­bönd­um öll­um. Þú þarft að skapa þol og ein­urð sem þýðir bara þol­in­mæði, sem ég myndi ekki segja þú haf­ir fengið mikið af í vöggu­gjöf. Þó skap­ar það þér þá sér­stöðu að hafa tak­markaða þol­in­mæði vegna þess að þú kem­ur alltaf út sem sig­ur­veg­ari. Þetta er vegna þess að þú vilt ekki bíða eft­ir út­kom­unni, þú vilt bara gera hana og fram­kalla hana sjálf.

Þú ert með hjartað á rétt­um stað, svo æfðu þig í að setja hönd­ina þétt­ings­fast á hjarta þitt eða brjós­k­assa og gefðu þessu svo­lít­inn tíma. Þetta er þín æf­ing til þess að stilla flæðið í lík­am­an­um og að finna að allt er eins og það á að vera.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda