Fiskurinn: Þú átt helling inni í karmabankanum

Elsku Fisk­ur­inn minn,

þú ert að fara inn í tíma­bil þar sem er full­ur eld­móður. Hugs­an­ir þínar eru á stjarn­fræðileg­um hraða og þú fram­kvæm­ir næst­um því án þess að hugsa. Þetta gef­ur þér svo mikla von og ótrú­leg­ustu hlut­ir byrja að hreyf­ast. Bara með þess­ari stór­kost­legu hugs­un sem von­in ber með sér.

Þér á eft­ir að finn­ast gam­an að hreyfa þig, fara út úr öll­um þæg­indarömm­um sem til eru og leyfa þér að geisla eins og sól­in. Það er frjó­semi og sköp­un­ar­gleði í krafti þínum og þú verður ekk­ert von­svik­inn þótt þú tap­ir ein­hverj­um orr­ust­um, því þú munt vinna stríðið. Ef við líkj­um þess­ari orku við eitt­hvað, þá er það eins og þú sért að tefla skák.

Það er svo mik­il­vægt fyr­ir þig að læra að kúpla þig út úr amstri lífs­ins og að núllstilla þig. Ef þú veist ekki hvernig þú ferð að því, þá kynn­irðu þér það bara á Google. Það er ekki skylda þín að þókn­ast öll­um og að þurfa að vera alls staðar. Því að ork­an þín verður skarp­ari og orð þín beitt­ari þegar þú úti­lok­ar allt áreiti. Ef þú hef­ur orðið fyr­ir svik­um skaltu vera al­veg ró­leg­ur, því að frök­en Karma er kom­in til að leysa svo mörg vanda­mál og þú átt það svo sann­ar­lega inni.

Þú hef­ur gert svo mörg­um greiða í lífi þínu. Þó að þú hvorki finn­ir eða sjá­ir það, þá vill fólk þér svo vel og þú þarft ekki að kvíða einu né neinu. Í þess­ari streitu sem hef­ur sog­ast ná­lægt þér und­an­farið ár, gæti lík­am­inn brugðist þér að ein­hverju leyti. En þetta er alls ekki eins al­var­legt og þú held­ur og þú finn­ur leið til þess að hreinsa hindr­an­ir lík­am­ans.

Ástin býður þig vel­kom­inn, en það eina sem þú þarft að gera í stöðunni er að treysta að allt fari vel og að láta það ekki bitna á fé­laga þínum, þótt að þú haf­ir upp­lifað að ást­in sé ekki endi­lega alltaf hrein. Þeir sem hafa fundið ást­ina ættu að vera al­veg „safe“ sam­kvæmt him­in­tungl­un­um.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda