Krabbinn: Lífið er að velja þig

Elsku Krabb­inn minn,

styrk­ur þinn felst í tján­ingu, þú ert bein­tengd­ur við al­mættið. Ef þér finnst þú haf­ir gengið á vegg, þá biðurðu bara al­heimsvit­und­ina um svar og það kem­ur skömmu síðar.

Vertu ákveðinn og ör­ugg­ur og gerðu það sem þig lang­ar til, ekki endi­lega það sem aðrir vilja þú ger­ir. Því að þegar þú set­ur traustið á þína vit­und leyf­irðu hug­an­um að fleyta þér til stranda sem aðrir geta ekki einu sinni látið sig dreyma um. Þetta þýðir að leyfa ímynd­un­ar­afl­inu að flæða óhindrað og þar sem þú hef­ur þann eig­in­leika að geta séð fram í tím­ann þá er mik­il­vægt að fylgja þess­um boðum og að láta sig bara vaða. Það er ekki alltaf þannig að þú þurf­ir á því að halda að þetta eða hitt ger­ist, held­ur verður svo margt eins og töfr­um lík­ast og þú verður sko al­deil­is töfr­andi.

Það eru þó nokkr­ir sem skreyta þetta merki sem finna ekki kraft­inn til að ferðast eða að gera eitt­hvað skemmti­legt, ekki einu sinni í hug­an­um. Ef það ert þú, þá ertu í fjötr­um sem þú hef­ur sjálf­ur spunnið þig í vegna aðstæðna eða út af öðru fólki. Það er allt hægt, en ekk­ert ger­ist ef þú leyf­ir þessu að halda svona áfram og breyt­ir engu.

Eng­ill ástar­inn­ar er að skjóta örv­um til þín, en þú þarft bara að átta þig eða að líta til allra átta, því að lífið er að velja þig, svo taktu í hönd­ina á því.

Ef þig dreym­ir sér­staka drauma þessa fyrstu helgi í maí, þá skal ég lesa úr þeim fyr­ir þig ef þú vilt og það er ein­falt að finna mig, ég er nefni­lega í síma­skránni.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda