Bogmaðurinn: „Þetta reddast“ er mantran þín

Elsku Bogmaður­inn minn,

þú ert að losa þig und­an amstri og angri. Þú ert að leysa hnúta og ganga frá svo mörgu til þess að þér líði sem best og það er lyk­ill­inn. Þó þú haf­ir af­komu­á­hyggj­ur, þá skaltu líta yfir far­inn veg og sjá að þú lend­ir alltaf á löpp­un­um. Þú munt alltaf gera það. Setn­ing­in sem þetta merki ætti næst­um að eiga skuld­laust er: „Þetta redd­ast“.

Það geng­ur svo miklu bet­ur inn­an fjöl­skyldu og vina og þú finn­ur viss­an létti. Þann 14. júní er fullt tungl í Bog­mann­in­um, eða þínu merki. Þarna er gott að taka ákv­arðanir, velta við stein­um og horf­ast í augu við allt. Hvort sem þú ótt­ast það eður ei. Þú finn­ur þess­ar hreinu tæru til­finn­ing­ar ást­ar, sem eru mjög vand­fundn­ar. Ástin get­ur tengst svo mörgu og þetta er svo sann­ar­lega  þinn tími bless­un­ar.

Styrk­ur þinn felst í tján­ingu þinni. Al­heim­ur­inn er í bein­um tengsl­um við þig og ef þú átt í ein­hverju sér­stök­um vand­ræðum, biðurðu ein­fald­lega um að fá svar. Það mun vart líða lang­ur tími þangað til svarið kem­ur til þín og þessi marg­breyti­leiki er náðar­gáfa. Þú skil­ur aðra svo vel og átt auðvelt með að hjálpa al­veg sama hvaða flækj­um fólk er í. En þú ert ekki alltaf al­veg eins al­menni­leg­ur við sjálf­an þig. Það besta við þig er að þú ert með hjarta úr gulli og elsk­ar aðra skil­yrðis­laust og verður svo sann­ar­lega sátt­ur eft­ir miðjan mánuðinn.

Ég dreg fyr­ir þig tvö spil og annað spilið hef­ur töl­una átta sem tákn­ar líf, dauða og hið óend­an­lega. Þetta spil bend­ir þér á að það eina sem hindr­ar þig er bara fjög­urra stafa orð. Þetta orð er ótti, hvort sem það er á ensku eða ís­lensku, og er það eitt­hvað sem þú hef­ur sjálf­ur magnað upp.Seinna spilið ber hina dá­sam­legu tölu sex, sem tákn­ar fjöl­skyldu, vini, frjó­semi og ver­ald­leg­an og and­leg­an ávinn­ing.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda