Krabbinn: Ástin er svo mikilvæg hjá þér

Elsku Krabb­inn minn,

það hef­ur margt verið að ger­ast sem hef­ur alls ekki verið auðvelt. En það er allt til þess að  þú herðist upp. Og til þess að þú get­ir tekið á móti hverju því sem lífið býður þér. Hug­ur þinn hef­ur verið að plana ým­is­legt og þó þú ætl­ir ekki að breyta miklu fyrr en haustið kem­ur. Þá skaltu byrja núna á því að gera eitt­hvað, þá verður eft­ir­leik­ur­inn auðveld­ur. Ástin er svo mik­il­væg hjá þér, þú hrein­lega dýrk­ar og dáir ást­ina. Þú ert róm­an­tísk­ur fram í fing­ur­góma og ef það er ósk í hjarta þínu að hafa ein­hvern sér­stak­an að kúra hjá. Þá get­urðu heillað þann sem þú vilt, því það stenst þig eng­inn. Þú ert svo djúp­vit­ur sál, svo eft­ir því sem að ald­ur­inn fær­ist yfir verður ham­ingj­an stærri.

Láttu þér ekki bregða þótt að allt gangi ekki eins og planað var. Óvænt­ir at­b­urðir eru í vænd­um sem trú­lega breyta því sem þú ætlaðir þér. Það er eitt­hvað svo fal­leg­ur andi yfir þér og hjarta­stöðin þín er að blómstra. Þú skalt al­veg sleppa því að láta ein­hverja vit­leys­inga fara í taug­arn­ar á þér, þú hef­ur ekki tíma til þess. Vanda­mál leys­ast hratt og næmni þín styrk­ist með hverj­um deg­in­um. Það er eins og í þér búi spá­maður. Taktu eft­ir draum­un­um þínum og tákn­um sem til þín koma. Sér­stak­lega gætu töl­ur verið merki­leg­ar í því sam­bandi. Þú ferð að fegra allt í kring­um þig sem þú get­ur og með því að gera það finn­urðu hlýj­una og feg­urðina sem er hjá þér. Þér eru ætlaðir mikl­ir og merki­leg­ir hlut­ir og þú þarft bara að stíga inn í ótt­ann og að láta rigna upp í nefið á þér, því þú hef­ur þann sterka anda til að geta það.

Hentu fólki út úr líf­inu sem brýt­ur þig niður, en gerðu það hægt og ör­ugg­lega. Þú get­ur gert hlut­ina al­einn og ósstudd­ur. Þú átt sanna vini og aðdá­end­ur sem eiga eft­ir að sigla með þér þetta tíma­bil.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda