Ljónið: Ófyrirséðir peningar koma til þín

Elsku Ljónið mitt, 

núna er það bara kær­leik­ur­inn sem get­ur sigrað og þú skalt hafa það að leiðarljósi út þenn­an mánuð. Auðmýkt fyr­ir öðrum og annarra manna lífi mun líka gefa þér 10 stjörn­ur. Svo ekki setja höfuðið niður og kvarta og kveina vegna þess að þér finnst stund­um ekk­ert vera þér að kenna, bara öðru fólki. Sporðdreki, naut og ljón eru keim­lík merki að því leit­inu til að þegar Júpíter hætt­ir að fara aft­urá­bak sem ger­ist þann þriðja júní þá breyt­ist margt. Þá munu koma til þín ófyr­ir­séðir vinn­ing­ar; pen­inga­lega, and­lega og lík­am­lega.

Þú virðist bara standa upp al­veg sama hvað dyn­ur á. Þú færð „powerið“ sem þú þarft til þess að end­ur­byggja þig frá grunni. Ef þetta er ekki að ger­ast hjá þér, þá ertu inni í búbblu þar sem ver­öld­in nær ekki til þín. Þú geng­ur alltaf sama hring­inn, en býst alltaf við ann­ari út­komu. Ef þín til­finn­ing er svo, þá breyt­ist ekk­ert nema þú spreng­ir búbbluna og sjá­ir þann kraft sem er í boði. Það er afar, afar mik­il­vægt að þú haf­ir allt skipu­lag á hreinu, því að þá get­urðu náð því sem þig vant­ar. Þegar allt er í kaósi í kring­um þig, þá ertu jú kaós.

Þú munt eiga mörg­um að þakka hversu bjart­ur og kraft­mik­ill veg­ur þinn verður. Klappaðu þeim á bakið sem aðstoða þig áfram, því þá færðu meira af ut­anaðkom­andi hjálp. Ver­öld­in væri nú al­deil­is leiðin­leg ef Ljón­in væru ekki til, því þá væri ekk­ert að ger­ast og eng­ar frétt­ir um eitt né neitt.

Þú berð af öðru fólki og get­ur brotið niður all­an klaka og varn­ir sem teng­ist yf­ir­mönn­um eða yf­ir­valdi, svo skoppaðu áfram í það, því það er þitt að breyta heim­in­um, en byrjaðu samt á þér.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda