Ljónið: Þú hefur níu líf

Elsku Ljónið mitt,

þú ert að fara inn í tíma sem þú hefðir vart trúað að myndi koma til þín. Júlí, ág­úst og sept­em­ber eru leiðandi mánuðir fyr­ir framtíð þína. Þú átt eft­ir að nálg­ast til­ver­una með samúð, mann­gæsku og ást. Þetta er líka vegna þess að það er eina leiðin sem er fær fyr­ir þig, því ann­ars lend­irðu í stormi og stór­sjó.

Þú ert í raun og veru bara stór kett­ling­ur sem heill­ar alla ef þú held­ur rétt á lopp­un­um.  Þú þarft að sann­færa þá sem pirra þig að þú sért að fara áfram í líf­inu með góðar áætlan­ir. Það er líka mik­il­vægt að þú sýn­ir auðmýkt þeim sem þér finnst að standi í vegi þínum. Það elska all­ir kett­linga, svo hagaðu þér stund­um eins og slík­ur. 

Þú þarft að fórna ein­hverju fyr­ir fjöl­skyldu þína og í raun er ég í raun al­veg á móti þeirri setn­ingu að maður láti fyrst súr­efnið á aðra áður en maður læt­ur það á sjálf­an sig. Því að þegar þú læt­ur þig skilja að það að hleypa öðrum fram fyr­ir þig í röðina þótt þú þurf­ir þess ekki, þá verða vanda­mál­in þín að mestu að baki.

Þessi ótrú­lega spenn­andi tími sem þú ert að fara inn í fær­ir þér gott gengi bæði í ást­um og kær­leika og þú veist það að það er al­gjör staðreynd að kett­ir hafa níu líf.  Þú átt eft­ir að koma svo mörg­um á óvart, leysa flækj­ur og aðstoða aðra, þó þú þurf­ir þess ekki. Þú verður sterk­ari með hverj­um and­ar­drætti í þess­ari til­veru.  Þú ert skemmti­leg­ur og heill­andi og reyn­ir alltaf að standa við all­ar skuld­bind­ing­ar, en innst inni viltu frek­ar að skemmta þér með vin­un­um. Þú þarft að vinna skap­andi störf annn­ars hund­leiðist þér, annað hæf­ir ekki katt­ar­dýri eins og þér.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda