Nautið: Þú þráir ástina

Elsku Nautið mitt,

þú ert svo glitrandi og góð mann­eskja. Þú hef­ur ástríður fyr­ir því að senda öðrum hlýju, enda er ástr­arplán­et­an Ven­us þín. Einn dag­ur á Ven­us er eins og um það bil 250 dag­ar á Jörðinni. Hún snýst mjög hægt og þetta ger­ir það af verk­um að þú þarft að vernda þig og að um­lykja þig þeirri feg­urð sem þú hef­ur yfir að bera. Þú ert traust­ur fram úr hófi og ætl­ar þér að sjálf­sögðu bara einn maka til endi­loka. Þú átt svo erfitt með að slíta því sem þú hef­ur byggt upp vegna þess að al­veg eins og að Ven­us snýst aft­urá­bak svo tengd­ur ert þú fortíðinni þinni. Þú ert sá sem hugs­ar mest um að fjöl­skyld­una og vin­ina skorti ekk­ert og líði sem best.

Á þess­um sér­kenni­legu tím­um sem þú lif­ir á virðist allt vera á ógn­ar­hraða. Ég er ein­hvern­veg­inn sann­færð um að tím­inn hreyf­ist hraðar en hann gerði. En ekki vera svona mikið í því að horfa til fortíðar eða að líta til­baka. Því það stöðvar framþróun þína. Það er ein fræg per­sóna í Nauts­merk­inu sem seg­ir alltaf við sig á hverj­um degi: Það er allt eins og það á að vera (Ellý Ármanns). Þú ert bú­inn að fara í gegn­um svo marga erfiða skafla og hindr­an­ir, en það er ná­kvæm­lega það sem ger­ir þig svona sterka eins og þú ert núna. Þegar þú hef­ur áttað þig á þig á því að þú átt ekki að frysta allt í kring­um þig og að hafa það í sama horfi því þú ræður þínum ör­lög­um og að Guð býr í þér.  Þá teng­irðu þig við töframátt­inn sem þú ríku­lega hef­ur og býrð yfir og get­ur því breytt hinum gráa degi í glæsi­lega stund.

Ef þú ert að þrá ást­ina, þá er leiðin að því að elska sjálf­an sig það mikið að þú þurf­ir eng­an ann­an en þig, þá fyrst byrj­ar lífið og ást­in að ger­ast.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda