Fiskarnir: Dagar hamingjunnar bíða þín

Elsku Fisk­ur­inn minn,

það er alla­vega lit­ríki í þeim tíma sem þú ert að synda inn í. Það er ofsa­lega mik­il til­finn­inga­sveifla í fal­lega hjart­anu þínu. Þú veist oft­ast ekki hvort þú sért ofsa­kát­ur eða ofsa­kvíðinn. En þetta verða allt ham­ingju­dag­ar hjá þér, en í raun bara aðeins minni ham­ingja suma daga en aðra.

Þú ákveður að fram­kvæma og segja já við ein­hverju sem get­ur breytt svo miklu í lífi þínu. En um leið og þú ert búínn að því þá hugs­arðu að þú haf­ir gert rangt. Hugs­an­irn­ar eru að blekkja þig hjarta­gull, þú þarft bara að ákveða og sleppa. Ákveða svo annað og sleppa því líka, því ann­ars frýstu eins og in­ter­netið. Hugs­un um pen­inga og hvernig þú get­ir reddað og bjargað öllu og öll­um brjót­ast inn í tíðnina þína oft­ar en þú kær­ir þig um. En eins og alltaf þá bjarg­ast allt í sam­bandi við ver­ald­leg­an metnað.

Það er ekk­ert að fara frá þér sem þú vilt hafa hjá þér. En þörf þín fyr­ir því að hafa allt „und­er control“ og all­ar blaðsíður í lífs­bók­inni þinni þétt­skrifaðar, er eitt­hvað sem þú þarft að sleppa og að treysta því að þú synd­ir áfram og þurf­ir eng­an kút. Það eru skila­boðin sem eru sterk­ust í kort­un­um þínum. Þegar þú sérð að tím­inn er ekki til, því það er alltaf bara núna, ferðu að njóta hans eins og mar­glytt­an sem lif­ir að ei­lífu. Því að í eðli þínu viltu tíma­setja allt; á föstu­dag­inn er þetta, þriðju­dag­inn hitt og hvað ætla ég að hafa í mat­inn og svo fram­veg­is.

Orkuþjóf­ar eru svo­lítið að setj­ast ná­lægt þér. Það er allt í lagi en gefðu þeim bara styttri eða eng­an tíma. Þetta er ekki vont fólk, held­ur fólk sem ekki til­heyr­ir þínum sálna­hóp. Það get­ur þrátt fyr­ir það verið í fjöl­skyld­unni þinni.

Það er eins og það sé vinn­ing­ur eða ein­hvers­kon­ar „surprise“ sem gleður þig svo mikið og hjálp­ar þér við að slaka á, að minnsta kosti um stund. Það eru svo marg­ar góðar frétt­ir að ber­ast þér og þó að ein­hverj­ar slæm­ar fylgi með, tek­urðu það ekki eins mikið inn í harða drifið þitt. Vegna þess þú veist að þú held­ur á ham­ingj­unni í hönd­um þér.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda