Krabbinn: Spennandi tímar framundan

Elsku Krabb­inn minn,

það er al­deil­is búið að vera líf í tusk­un­um og mik­ill hraði á hug­an­um. Þetta er svo miklu fal­legra tíma­bil en þú held­ur og þú veist lausn­ina til þess að láta lífið þitt ganga upp.

Treystu ekki öll­um eða næsta manni fyr­ir leynd­ar­mál­um þínu eða ein­hverju sem þér hef­ur verið treyst fyr­ir. Því eins mál­tækið seg­ir, þjóð veit það sem þrír vita. Láttu held­ur ekki alla vita um áform þín, því núna ertu að spek­úl­era í svo mörgu sem þú ætl­ar að gera þegar haust­ar.  Það sem þú ert að spá í það get­urðu, en þú verður að fara í gegn­um fjöll og hindr­an­ir. Þess­vegna verður sig­ur þinn enn sæt­ari. Þetta gæti líka tengst rétt­læti gagn­vart ein­hverj­um sem hef­ur gengið á hlut þinn en alla­vega þá get­ur þú verið sátt­ur og sæll.

Þeir mínus­ar sem þér finnst þú vera að upp­lifa núna verða bara stutta stund. Það er líka mjög trú­legt að það gæti líka verið bara búið. Það eru svo marg­ir að koma inn í líf þitt með klapp á bakið og það eru líka mun fleiri en þú held­ur svo stolt­ir af þér.  Svo þú get­ur bara verið dá­lítið mont­inn með þig, það færi þér vel.

Þú skalt líka sjá að stund­um er ágætt að stoppa það ferli sem maður er í þegar þér sýn­ist það ekki gefa þér neitt nema ör­yggi það minnsta. Hvort sem það er vinna, skóli eða sam­band, því ef þú ert alltaf með ör­ygg­is­net í kring­um þig, þá verður ekk­ert að frétta. Svo þú skalt hoppa út í djúpu laug­ina eins oft og mögu­legt er.

Það eru spenn­andi kafl­ar skrifaðir inn í sögu þína á næst­unni og æv­in­týri sem þú varst ekki bú­inn að sjá fyr­ir. Þú þarft sjálf­ur að halda ást­inni við eða að kveikja ástar­log­ann. En ef þér finnst vera komið að leiðarlok­um í því, þá get­ur það orðið þér far­sæl­ast að ganga í burtu. Lífið er stutt og núna er tím­inn þér hliðholl­ur til þess að skipta um gír í líf­inu og að fara á þeim hraða sem þér finnst best­ur.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda