Vogin: Það gerist eitthvað stórkostlegt eftir 60 daga

Elsku Vog­in mín,

það er annaðhvort allt eða ekk­ert að frétta, logn eða storm­ur því sterki karakt­er­inn þinn leyf­ir ekki annað. Þú ert að díla við svo margt sem er al­veg bein­tengt þér, annaðhvort í tengsl­um við vinnu, fjöl­skyldu eða vini. Einnig ertu að leita að svör­um, því órétt­læti flétt­ast hér inn í ork­una þína.

Þú átt erfitt með að taka ákvörðun eða ákv­arðanir því þér finnst þú verðir að vera viss. Þú seg­ir alltaf að það sé allt gott að frétta og það er alla­vega góð mantra. Líka það að trúa því að lífið leys­ir þetta fyr­ir þig, svo slakaðu bara á meðan lífið ger­ir það.

Þínar svart­sýn­is­hugs­an­ir ganga ekki eft­ir, því eina leiðin til þess að fara í gegn­um erfiða hluti er að halda áfram. Og þá veistu það og það verður þér til hags­bóta, þó svo að breyt­ing­ar verði.  Ef þú ger­ir ekk­ert í fljót­færni, held­ur að vel at­huguðu máli, þá ertu á réttri sigl­ingu. Ef þér finnst þú haf­ir gert eitt­hvað á hlut annarra með orðum þínum eða at­höfn­um, taktu þá alla þá ljúf­mennsku sem þú átt til og sáldraðu yfir það.

Inn­an sex­tíu daga eða fyrr kem­ur líf þitt bet­ur út en þú hafðir nokk­urn­tím­ann bú­ist við. Sann­leik­ur­inn mun koma í ljós og þú munt horf­ast í augu við hann og pen­ing­ar streyma til þín svo þú get­ir gengið frá því sem þú þarft. Afstaða 

þín gagn­vart fólki sem er ná­lægt þér verður skýr, hvort sem það teng­ist því sem þú ert að gera eða ást­inni. Það er mik­il vinna framund­an þegar hausta tek­ur. Þú end­ur­lífg­ar líka orku úr fortíðinni því þú sérð í henni að þegar þér gekk sem best hvað þú varst að gera. Svo þú sæk­ir þá til­finn­ingu og orku aft­ur og þó þú verðir stund­um þreytt, þá verðurðu sátt því þú sérð þú ert að gera rétta hluti – það verða marg­ir í Vog­inni sem munu skilja þetta.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda