Bogmaðurinn: Þú ert stríðsmaður

Elsku Bogmaður­inn minn,

þú þarft að hafa mikið að gera og marga mögu­leika til að stefna langt. Þú þolir ekki vinnustaði eða skóla þar sem logn­molla er allt í kring­um þig. Þá finnst þér eins og þú sért að brotna niður, en samt akkúrat á þeirri sek­úndu ertu að byggja þig upp. Því þú ger­ir þér ljóst hvað þú vilt og hvað er von­laust fyr­ir þig.

Þú hef­ur tölu­verða hræðslu um af­komu og það hindr­ar kannski há­stökkið sem þú þarft að taka. En ef þú skoðar vel síðustu ár þá hef­ur allt bjarg­ast hjá þér sér­stak­lega þegar þú veðjar á sjálf­an þig. Því ef þú stól­ar of mikið á aðra og að aðrir vinni fyr­ir þig lífið, þá ertu bara viðhengi á ein­hverju stóru skjali sem eng­inn opn­ar.

Það eru sömu erfiðu til­finn­ing­arn­ar sem skreyta þig þó þú sért á toppnm eða í óreiðu að gera ekki neitt. Þú get­ur ekki ráðið því þó aðrir reyni að setja fót­inn fyr­ir þig og fella, þú skalt bara muna að þú átt að standa strax upp. Og það skipt­ir engu máli hver staða þín er, því þú ert fædd­ur sig­ur­veg­ari svo vor­kenndu þér ekki. Það er versta til­finn­ing sem þú get­ur leitað eft­ir.

Það er sterk­um kafla í lífi þínu að ljúka og næsti kafli nær yfir í miðjan des­em­ber­mánuð. Og hvort sem það teg­ist því að þú þurf­ir að berj­ast fyr­ir þínu eða að þú þeys­ist áfram í gleðinni, þá verður út­kom­an tölu­vert öðru­vísi og betri en þú hef­ur hug­mynd um.

Þú ert stríðsmaður og átt ekki að láta aðra setja þig í eitt­hvað hólf, því hólf hent­ar þér alls ekki. Þú tap­ar pen­ing­um með ein­hversskon­ar gá­leysi, en færð þá aft­ur þótt ótrú­legt megi virðast. Þú not­ar þrjósk­una þína og stríðshæfi­leika til að vinna þessa orr­ustu sem annaðhvort þú hef­ur sett þig í, hvort sem þér finnst hún órétt­lát eða ekki. Með þessu hríf­urðu svo marga og tek­ur til þín það vald sem vant­ar. Það er sann­ar­lega mín von að það séu marg­ir Bog­menn á alþingi eða meist­ara­stjórn­end­ur eins og Winst­on Churchill, eða snill­ing­ur eins og Frank Sinat­ra sem söng „I did it my way“.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda